Kolbrún segir BDFC frábæran möguleika

Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við Einar [Þorsteinsson] höfum aldrei hist. Við höfum talað saman óformlega í síma,“ segir Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík um samskipti sín við oddvita Framsóknar. 

Einar Þorsteinsson sagði í samtali við mbl.is að hann hafi heyrt í öllum oddvitum sem fengu kjörna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur í gær en gera má ráð fyrir að einhver af samtölunum hafi einungis farið fram símleiðis. 

Kolbrún segir að henni finnst möguleikinn á samstarfi Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og Viðreisnar frábær. 

Þráir að fá að vinna á biðlistunum

Spurð hvaða vinnu hún myndi helst vilja koma að í slíku samstarfi segir Kolbrún: „Það er alveg ljóst að ég þrái að komast að velferðarmálunum. Ég er auðvitað menntaður sálfræðingur til þrjátíu og eitthvað ára, búin að vinna í þessum geira og er þrælkunnug honum og þrái að komast í það að getað tekið á þessum biðlistum – þó að ég viti að það gerist ekki á einni nóttu.“

Hún segir flokkana sem um ræðir eiga margt sameiginlegt: „Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað fyrir leikskólamálunum og Einar hefur talað fyrir að sinna börnum og barnafjölskyldum þannig að ég óttast ekki að það verði einhver ágreiningur um það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert