Ekki var til staðar sá samhljómur sem oddvitar Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar telja nauðsynlegan og verður því meirihlutaviðræðum í Mosfellsbæ haldið áfram án Vina Mosfellsbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá oddvitunum.
Meirihlutaviðræður Framsóknar, Viðreisnar og Samfylkingarinnar héldu áfram í dag og hafa gengið vel.
Vonast Halla Karen Kristjánsdóttir oddviti Framsóknar, Lovísa Jónsdóttir oddviti Viðreisnar og Anna Sigríður Guðnadóttir oddviti Samfylkingar til þess að geta átt gott samstarf á komandi kjörtímabili við alla flokka, til hagsbóta fyrir alla Mosfellinga.
Greint var frá því að viðræður þessara framboða ásamt Vinum Mosfellsbæjar myndu hefjast í dag en nú er ljóst að síðastnefnda framboðið verður ekki með.