Formlegar viðræðum um myndun meirihluta í Kópavogi ganga vel, að sögn Ásdísar Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins. Býst hún við að viðræðum ljúki á næstu dögum.
„Við erum auðvitað að vanda okkur en vinna þetta hratt og örugglega samt sem áður,“ segir Ásdís í samtali við mbl.is. „Þetta ætti að skýrast í vikunni.“
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hélt velli í bæjarstjórnarkosningunum en tilkynning barst fyrir helgi um að formlegar viðræður um áframhaldandi samstarf væru hafnar.
„Framundan er vinna við að skrifa málefnasamning, móta áherslur og skilgreina verkefni næstu ára. Við gerum okkur væntingar um að vinnan muni ganga hratt og örugglega fyrir sig,“ sagði í sameiginlegri tilkynningu flokkanna fyrir helgi.
Að sögn Ásdísar var helgin nýtt vel í að fara yfir málefnin og stærstu verkefnin fyrir næsta kjörtímabil. Hún vildi þó ekki gefa upp hver þau væru en segir að hægt verði að lesa um það síðar í málefnasamningnum.