Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Framsóknarflokk (B), Sjálfstæðisflokk (S), og Miðflokk (M) á Akureyri. RÚV greinir frá þessu.
Í samtali við miðilinn segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, að ástæða slitanna sé mikill málefnalegur ágreiningur í fjölmörgum málum.
Áður hefur formlegum meirihlutaviðræðum verið slitið á Akureyri en þá voru það Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur sem slitu viðræðum við Bæjarlistann.
Hilda Jana hefur ekki svarað símtölum frá mbl.is og það hafa oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Akureyri ekki heldur gert.