Nýr bæjarstjóri og nýjar áherslur

Nýr meirihluti sat fyrir á hópmyndatöku að loknum fundi. Framsókn …
Nýr meirihluti sat fyrir á hópmyndatöku að loknum fundi. Framsókn bætti við sig manni í kosningunum en Sjálfstæðisflokkur tapaði einum. mbl.is/Óttar

Ásdís Kristjáns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðisflokksins í Kópa­vogi og fyrr­um aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, er nýr bæjarstjóri Kópavogs en nýr málefnasamningur var kynntur og undirritaður í Gerðarsafni í Kópavogi í dag.

„Við höfum sett fram okkar megináherslur, sem eru átta, og undir hverri og einni áherslu má lesa þau verkefni sem við ætlum að setja í forgang á kjörtímabilinu,“ segir hinn nýi bæjarstjóri og vísar til nafns sáttmálans: Áttaviti til árangurs.

Aukið samtal við íbúa

Ásdís segir megináherslurnar vera framúrskarandi þjónustu auk samtals og samráðs við bæjarbúa. „Við leggjum ríka áherslu á að efla bæjarbrag í bænum og við erum með áherslu á að efla lista- og menningarlíf í bænum. Gera bæjarfélagið okkar enn skemmtilegra.“

„Við töldum rökrétt fyrsta skref að tala við Framsóknarflokkinn, enda …
„Við töldum rökrétt fyrsta skref að tala við Framsóknarflokkinn, enda hefur samstarfið gegnið vel,“ segir Ásdís. mbl.is/Óttar

Þjónusta gagnvart eldri bæjarbúum verður einnig bætt, sem og íþrótta- og lýðheilsumál.

„Við ætlum samt að stilla gjöldum og álögum í hóf.“

Völdu Framsókn fram yfir Vini kópavogs

Vinir kópavogs, nýtt framboð í Kópavogi sem snerist að miklu leyti út á gagnrýni á stefnu bæjarfélagsins í þéttingar- og samgöngumálum, hlaut 15,3 prósent og var næst stærsti flokkurinn.

Spurð hvort það hefði komið til greina að ganga til viðræðna við þau segir Ásdís:

„Við töldum rökrétt fyrsta skref að tala við Framsóknarflokkinn, enda hefur samstarfið gegnið vel, og kanna hvort það væri grundvöllur til að halda áframhaldandi meirihluta.“

Fjölmennt var í Gerðasafni þegar sem sáttmálinn var undirritaður.
Fjölmennt var í Gerðasafni þegar sem sáttmálinn var undirritaður. mbl.is/Óttar

Vilja úttekt á Borgarlínu

Borgarlínan. Eru einhverjar breytingar í því verkefni sem nýr meirihluti vill?

„Við höfum sagt það að nú, þegar nýr meirihluti tekur við, finnst okkur eðlilegt að fyrsta skrefið sé að fá utanaðkomandi ráðgjafa að borðinu til að horfa heildstætt á verkefnið og kanna hvort við séum að fara raunhæfustu og ábyrgustu leiðina,“ segir Ásdís og bætir við báðir flokkar styðji þó bættar og greiðari almenningssamgöngur.

Fyrsti áfangi Borgarlínu verður lagður yfir Fossvog frá HR yfir …
Fyrsti áfangi Borgarlínu verður lagður yfir Fossvog frá HR yfir til Kársness í Kópavogi. Teikning/Alda

„Og ég held að flestir bæjarbúar séu sammála því. Við þurfum að fjárfesta í almenningssamgöngum.

Það blasir við, miðað við hvernig umferðin er í dag, að það þarf að gera eitthvað. Við viljum samt sem áður fara raunhæfustu og ábyrgustu leiðina í þeim efnum.“

Sáttmálinn undirritaður.
Sáttmálinn undirritaður. mbl.is/Óttar
Meirihluti og föruneyti.
Meirihluti og föruneyti. mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka