Umfjöllun um skipulags- og samgöngumál ekki lokið

Fimmti samningadagur oddvita og þeirra sem skipuðu annað sæti á listum Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar, stendur yfir í blíðviðri í gamla rafstöðvarhúsinu í Elliðaárdalnum. 

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, segir farið verði í gegnum málaflokkana kaflaskipt og að umræðu um skipulags- og samgöngumál sé ekki lokið. 

Hann vill ekkert segja um það hvort að sjái fyrir endann á viðræðunum og hvort að til þess gæti komið að borgarstjórn komi saman eftir rúma viku án starfandi meirihluta. 

Einar segir að ekki hafi verið farið í djúpa umræðu um skipulagsmál í kringum Reykjavíkurflugvöll og að uppbygging flugstöðvarinnar í Vatnsmýrinni hafi ekki verið rædd. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert