Nýr málefnasamningur meirihlutans í Hafnarfirði, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn skipa, verður kynntur og undirritaður á morgun þann 1. júní á sjálfum 114 ára afmælisdegi bæjarins.
Athöfnin fer fram í Hellisgerði og hefst klukkan 14:00, að því er fram kemur í tilkynningu flokkanna.
Flokkarnir skrifuðu undir samkomulag um áframhaldandi meirihlutasamstarf í síðustu viku. Þá var einnig tilkynnt um að Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins myndi halda áfram sem bæjarstjóri til 1. janúar 20025 en þá tekur Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar við embættinu.