Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar Norðurþings er nýlega lokið og gekk hann vel, að sögn Hjálmars Boga Hafliðasonar, oddvita Framsóknarflokksins, sem einnig hefur verið skipaður forseti sveitarstjórnar.
Fyrir fundinn undirritaði hann ásamt Hafrúnu Olgeirsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, málefnasamning en flokkarnir hafa myndað saman nýjan meirihluta, með fimm fulltrúa í sveitarstjórn af níu.
Hjálmar er fullur bjartsýni fyrir komandi kjörtímabil enda mikil veðurblíða fyrir norðan í dag þegar samningurinn var undirritaður.
Þar kemur m.a. fram að Hafrún Olgeirsdóttir verði formaður byggðarráðs og Soffía Gísladóttir, sem situr fyrir B-lista, verði formaður skipulags- og framkvæmdaráðs. Þá verður Helena Eydís Ingólfsdóttir, sem situr fyrir D-lista, formaður fjölskylduráðs. Sveitarstjóri verður faglega ráðinn.
Meginmarkmið fyrir næsta kjörtímabil verður m.a. að fjölga íbúum um hundrað, stuðla að uppbyggingu í anda grænna iðngarða á iðnaðarsvæðinu á Bakka, að leggja áherslu á að byggingarlóðir fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði séu lausar til umsóknar, og stuðla að lýðheilsu barna og ungmenna.