Þeim tekjuhæstu líst best á nýja meirihlutann

Borgarfulltrúar í samningaviðræðum á dögunum.
Borgarfulltrúar í samningaviðræðum á dögunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Svarendum með 1,2 milljónir eða meira í mánaðarlaun líst best á nýja meirihlutann í borgarstjórn Reykjavíkur en hinum tekjulægstu líst síst á hann, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 

570 svöruðu spurningunni „Hversu vel eða illa líst þér á borgarstjórnarsamstarf í Reykjavík á milli Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar?“

12,5% líst mjög vel á og 24,2% frekar vel. Í meðallagi sögðu 23,4% en 10,2% líst frekar illa á samstarfið. Flestum sem svöruðu leist mjög illa á samstarfið eða 29,8%. 

Í hópi svarenda með lægri tekjur en 400 þúsund á mánuði sögðust aðeins 2,3% lítast mjög vel á samstarfið en 33,3% leist mjög illa á nýja meirihlutann.

Annað hljóð var í þeim tekjuhæstu, sem miðast við 1,2 milljónir eða meira á mánuði í tekjur. Í þeim hópi leist 15,8% mjög vel á nýja meirihlutann en í sex mismunandi tekjuhópum var mesta stuðninginn við nýja meirihlutann að finna í þeim hópi. Í þeim hópi sögðust 34,2% lítast mjög illa á samstarfið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka