Siggi stormur og Sigurður Pétur í Samfylkinguna

Sigurður Þ. Ragnarsson.
Sigurður Þ. Ragnarsson.

Odd­vit­ar tveggja flokka, úr Bæj­arlist­an­um og Miðflokkn­um, sem fengu ekki kjör í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um í Hafnar­f­irði eru gengn­ir til liðs við Sam­fylk­ing­una.

Frá þessu grein­ir Guðmund­ur Árni Stef­áns­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Face­book-síðu sinni.

Sigurður Pétur Sigmundsson.
Sig­urður Pét­ur Sig­munds­son.

Sig­urður Pét­ur Sig­munds­son, odd­viti Bæj­arlist­ans, og Sig­urður Þ. Ragn­ars­son einnig þekkt­ur sem Siggi storm­ur, odd­viti Miðflokks­ins, munu sinna trúnaðar­störf­um í íþrótta- og menn­ing­ar­mál­um fyr­ir Sam­fylk­ing­una.

Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinar í Hafnarfirði.
Guðmund­ur Árni Stef­áns­son, odd­viti Sam­fylk­ing­arin­ar í Hafnar­f­irði. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Guðmund­ur Árni bend­ir á að flokk­arn­ir tveir hafi fengið sam­tals tæp­lega eitt þúsund at­kvæði í kosn­ing­un­um í maí og bæt­ist þau við 3.800 at­kvæði Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

„Þetta eru öfl­ug­ir liðsmenn og dreng­ir góðir og ég býð þá hjart­an­lega vel­komna og þeirra fólk í bar­átu fyr­ir betri bæ,“ skrif­ar Guðmund­ur Árni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert