Sterkur meirihluti með veik mál

Þórður Gunnarsson hagfræðingur og Stefán Pálsson sagnfræðingur.
Þórður Gunnarsson hagfræðingur og Stefán Pálsson sagnfræðingur. mbl.is/Ágúst Óliver

Nýi meiri­hlut­inn í borg­inni á að standa sterk­ur þegar horft er til borg­ar­stjórn­ar­flokk­anna sem að hon­um standa. Veik mál­efn­astaða í sam­starfs­sátt­mála kann hins veg­ar að reyn­ast hon­um erfið, að sögn viðmæl­enda Dag­mála.

Nýr meiri­hluti í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur var kynnt­ur til sög­unn­ar á mánu­dag, þó tæp­lega kæmi sú til­kynn­ing mörg­um á óvart eft­ir það sem á und­an var gengið. Í gær var svo fyrsti fund­ur nýrr­ar borg­ar­stjórn­ar hald­inn í Ráðhús­inu, þar sem flokk­arn­ir stilltu upp liði sínu, en nýi meiri­hlut­inn kynnti auk þess breyt­ing­ar á til­hög­un og verka­skipt­ingu ráða og nefnda.

Þeir Stefán Páls­son sagn­fræðing­ur og Þórður Gunn­ars­son hag­fræðing­ur buðu sig báðir fram til borg­ar­stjórn­ar í vor en án ár­ang­urs, Stefán fyr­ir Vinstri græn og Þórður fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk. Þeir eru gest­ir dags­ins í Dag­mál­um, streymi Morg­un­blaðsins á net­inu, sem opið er öll­um áskrif­end­um.

Illa til stofnað

Þeir fé­lag­ar voru ekki hrifn­ir af nýja meiri­hlut­an­um, á ei­lítið mis­mun­andi for­send­um þó. Þórður tel­ur ekki vel til hans stofnað og gagn­rýn­ir þá úti­lok­un­ar­menn­ingu og klækja­stjórn­mál, sem notuð hafi verið til þess að ná fram þeim meiri­hluta sem hinum gamla, fallna meiri­hluta hentaði til þess að halda völd­um. Stefán tek­ur und­ir það, þó að Vinstri græn hafi ákveðið að eig­in frum­kvæði að halda sér til hlés í meiri­hlutaviðræðum. Hann ját­ar að til greina hafi komið að Vinstri græn kæmu að þeim meiri­hluta, sem nú var myndaður „og þá sem annað vara­dekk og það var ekk­ert spenn­andi við þá til­hugs­un,“ seg­ir Stefán og minn­ir á að fyr­ir flokk eins og Vinstri græn sé ekki af­leitt að vera í minni­hluta. „Miðað við það sem maður sér af þess­um sátt­mála meiri­hlut­ans eru mik­il tæki­færi til þess að berja á hon­um frá vinstri.“

Þórður seg­ir að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hafi viljað svara aug­ljósu ákalli kjós­enda um breyt­ing­ar, en það hafi ekki gengið eft­ir, sér í lagi vegna af­stöðu Viðreisn­ar, sem hafi skipt um skoðun 3-4 sinn­um á dag.

„Eft­ir á að hyggja með hliðsjón af því hvernig Viðreisn keyrði sína kosn­inga­bar­áttu, þá átti ekki að koma á óvart hvernig spilaðist úr þess­um viðræðum. Odd­viti Viðreisn­ar minnt­ist ekki á Viðreisn í kosn­inga­bar­átt­unni, hún var bara í fram­boði fyr­ir meiri­hlut­ann.“

Vinaklíka

Stefán tek­ur und­ir það og seg­ir að það hafi verið vanda­mál fyr­ir flokka gamla meiri­hlut­ans að þeir hafi staðið svo þétt sam­an út á við að kjós­end­ur hafi átt í erfiðleik­um með að greina þá að í kjör­klef­an­um.

„Menn komu meira fram eins og klíka eða vina­hóp­ur frek­ar en banda­lag nokk­urra flokka. Mér finnst þetta ekki endi­lega póli­tískt hollt.“

Stefán og Þórður eru á einu máli um að Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri standi upp sem sig­ur­veg­ari þrátt fyr­ir fylg­istap. Þar skipti reynsla hans öllu máli, ekki síst þegar hann þyrfti að fást við nýgræðing í stjórn­mál­um eins og Ein­ar óneit­an­lega væri.

Fá­dæma kosn­inga­sig­ur Ein­ars Þor­steins­son­ar og Fram­sókn­ar var rædd­ur tals­vert, en hann boðaði mikl­ar breyt­ing­ar sem óvíst er að kjós­end­um hans finn­ist fel­ast í meiri­hluta und­ir for­ystu Dags.

Stefán bend­ir á annað, sem er að Ein­ar hafi í kosn­inga­bar­áttu sinni talað mjög ákveðið um ýmsa hluti og fest tölu á þeim, svo sem um fjölda íbúðabygg­inga á ári. Þess sjái ekki stað í meiri­hluta­sátt­mál­an­um, sem sé þvert á móti frem­ur óljós um allt slíkt.

Þórður hend­ir það á lofti að í sátt­mál­an­um standi ber­um orðum að aðal­skipu­lag til 2040 skuli vera leiðarljósið um íbúðaupp­bygg­ingu, en sam­kvæmt því eigi aðeins 1.000 íbúðir að rísa í borg­inni á ári að meðaltali og all­ir séu sam­mála um að það sé ekki nóg. „Ég skil ekki í Fram­sókn að hafa ekki nýtt samn­ings­stöðu sína bet­ur.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert