Ráðning Ásdísar Kristjánsdóttur í stöðu bæjarstjóra Kópavogs var samþykkt á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar Kópavogs í gær.
Sigrún Hulda Jónsdóttir var kosin forseti bæjarstjórnar og fyrsti varaforseti var kosinn Helga Jónsdóttir en annar varaforseti Hannes Steindórsson. Formaður bæjarráðs var kosinn Orri Vignir Hlöðversson, að því er segir í tilkynningu.
Ellefu sitja í bæjarstjórn Kópavogs og er meirihlutinn skipaður fulltrúum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.
Eftirtaldir sitja í bæjarstjórn:
Sjálfstæðisflokki: Ásdís Kristjánsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Andri Steinn Hilmarsson, Hannes Steindórsson.
Framsóknarflokki: Orri Vignir Hlöðversson, Sigrún Hulda Jónsdóttir.
Pírötum: Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Samfylkingu: Bergljót Kristinsdóttir
Viðreisn: Theódóra S. Þorsteinsdóttir.
Vinum Kópavogs: Kolbeinn Reginsson, Helga Jónsdóttir