Katrín aftur í forystu

Katrín Jakobsdóttir, nýhorfinn forsætisráðherra, tekur forystu í skoðanakönnunum.
Katrín Jakobsdóttir, nýhorfinn forsætisráðherra, tekur forystu í skoðanakönnunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi mælist hæst í nýrri skoðanakönnun en ekki er marktækur munur á henni og Höllu Hrund Logadóttur. Á meðan er Halla Tómasdóttir í leiftursókn.

Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Vísi. Katrín mælist þar með 26,1. Halla Hrund mælist með 21,8% fylgi og tapar rétt tæplega 8 prósentustigum á einni viku.

Baldur Þórhallsson mælist með 16,2% fylgi, sem er lækkun frá seinustu könnun. Halla Tómasdóttir er með 14,9% fylgi og hefur nánast þrefaldað fylgið sitt á milli kannana Maskínu. Hún mældist með 5,4% hjá Maskínu síðasta fimmtudag, 8. maí.

Jón Gnarr mælist með 12,6% fylgi, sem er lækkun. Þar á eftir eru Arnar Þór Jónsson með 5,2% og  Steinunn Ólína er með 1,1%. Ásdís Rán, Helga Þórisdóttir, Viktor Traustason, Ástþór Magnússon og Eiríkur Ingi Jóhannsson mælast öll undir 1%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert