Segir Stöð 2 skilja út undan: Hvetur til sniðgöngu

Viktor Traustason.
Viktor Traustason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stöð 2 mein­ar helm­ingi for­setafram­bjóðenda frá kapp­ræðum sem stöðin hyggst halda í kvöld, að sögn Vikt­ors Trausta­son­ar fram­bjóðanda sem hvet­ur kjós­end­ur til að sniðganga kapp­ræðurn­ar. Hann ætl­ar sjálf­ur að svara spurn­ing­um í beinni á In­sta­gram.

„Í kvöld kl 18:55 mun Stöð 2 halda kapp­ræður í op­inni dag­skrá þar sem helm­ingi fram­bjóðenda er meinaður aðgang­ur að jafnri um­fjöll­un,“ skrif­ar Vikt­or á Face­book.

Hann kveður ákvörðun­ar­tök­una byggða á ófag­legri túlk­un niðurstaðna ólíkra skoðanakann­anna yfir langt tíma­bil. Skoðanakann­an­irn­ar byggi á mis­traust­um töl­fræðileg­um grunni varðandi hvern lands­menn vilja helst í for­seta­embættið.

„Í kvöld mun ég taka óbein­an þátt í kapp­ræðunum með því að svara sömu spurn­ing­um í raun­tíma á mín­um sam­fé­lags­miðlum,“ bæt­ir Vikt­or við og hlekkj­ar In­sta­gram-síðu sína við færsl­una.

Hann skor­ar á þá fram­bjóðend­ur sem fengu boð í kapp­ræður Stöðvar 2 að sniðganga þær, eða benda á „ólýðræðis­legu“ vinnu­brögð stöðvar­inn­ar í beinni út­send­ingu í kvöld ásamt því að vísa fólki á sam­fé­lags­miðla okk­ar hinna.

„Ég hvet alla fram­bjóðend­ur að taka þátt með mér í kvöld á sam­fé­lags­miðlum,“ skrif­ar hann að síðustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert