Halla Hrund tók myndskeið til handargagns

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Kvik­mynda­gerðarmaður­inn Bjarki Jó­hanns­son seg­ir að mynd­skeið í aug­lýs­ingu Höllu Hrund­ar Loga­dótt­ur for­setafram­bjóðanda sé notað í leyf­is­leysi og án þess að greiðsla hafi komið fyr­ir. Hins veg­ar hafi Orku­stofn­un áður notað mynd­skeiðið og greitt fyr­ir.

    Mynd­skeiðið var notað í kynn­ing­ar­mynd­bandi Höllu í sjón­varpi Rík­is­út­varps­ins og hef­ur Bjarki nú beðið RÚV um að taka aug­lýs­ing­una úr dreif­ingu, þar sem aug­lýs­ing­in er enn uppi á vef RÚV, á meðan hann leit­ar rétt­ar síns.

    Bjarki er sjálf­stætt starf­andi kvik­mynda­gerðarmaður og seg­ir hann í sam­tali við mbl.is að um sé að ræða höf­unda­rétt­ar­brot. Hann er stuðnings­maður Bald­urs Þór­halls­son­ar for­setafram­bjóðanda og hef­ur tekið að sér mynd­bands­verk­efni fyr­ir fram­boð hans. Bjarki kveðst hafa fengið ábend­ing­ar um að mynd­skeið í aug­lýs­ingu sem hann hafði gert fyr­ir Bald­ur væri einnig að finna í aug­lýs­ingu Höllu Hrund­ar.

    Orku­stofn­un notaði mynd­skeiðið

    „Ég varð nokkuð hissa því ég vissi ekki til þess að neinn hefði keypt þessa klippu á þessu ári. Klipp­una, sem er loft­mynd af Reykja­nes­virkj­un, hef ég ekki selt á þessu ári til neins kaup­anda, en ég veit að Orku­stofn­un notaði þessa klippu á net­inu í fyrra með fullu leyfi og ég fékk greitt fyr­ir þau af­not,“ seg­ir hann.

    Eins og kunn­ugt er þá er Halla Hrund orku­mála­stjóri en fór í leyfi eft­ir að hún lýsti yfir for­setafram­boði. Mynd­skeiðið sem hún not­ar nú í leyf­is­leysi í kosn­inga­aug­lýs­ingu er sama mynd­skeið og notað var í aug­lýs­ingu hjá Orku­stofn­un, líkt og sjá má hér að ofan. 

    „Það er þannig að þó svo að Orku­stofn­un hafi haft leyfi fyr­ir efni í mynd­band í fyrra, þá gild­ir það leyfi ekki fyr­ir for­setafram­bjóðanda á þessu ári,“ seg­ir Bjarki.

    Biður RÚV um að fjar­lægja aug­lýs­ing­una

    Bjarki nefn­ir að auk­in­held­ur sé mynd­skeiðið hans sem um ræðir ekki með sýn­ing­ar­rétt fyr­ir sjón­varp, en eins og fyrr seg­ir þá birt­ist kynn­ing­ar­mynd­band Höllu í sjón­varpi RÚV.

    Bjarki hef­ur sent RÚV beiðni um að aug­lýs­ing Höllu Hrund­ar verði fjar­lægð af vefn­um á meðan hann leit­ar rétt­ar síns varðandi stuld­inn.

    „Það skipt­ir mig miklu máli að fá greitt fyr­ir mína vinnu. Manni sárn­ar að for­setafram­bjóðandi hagi sér með þess­um hætti. Það er ekki svo auðvelt að lifa af því að vera sjálf­stæður í kvik­mynda­gerð. Maður hef­ur al­veg lent í því að mynd­efni hafi verið stolið frá manni en ekki hugs­an­leg­ur for­seti Íslands,“ seg­ir hann.

    Bjarki hvet­ur aðra koll­ega sína í stétt­inni til að fylgj­ast bet­ur með svona mál­um.

    „Höf­und­ar­rétt­ur skipt­ir okk­ur miklu máli. Það er hann sem borg­ar laun­in okk­ar,“ seg­ir Bjarki að lok­um.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert