Maskína: Viðreisn næststærsti flokkurinn

Ný könnun sýnir að Viðreisn og Flokkur fólksins eru á …
Ný könnun sýnir að Viðreisn og Flokkur fólksins eru á nokkurri siglingu. Fylgi Miðflokksins dregst aðeins saman. mbl.is/Hari

Viðreisn mælist nú næststærsti flokkurinn samkvæmt nýrri könnun frá Maskínu. Flokkurinn bætir við sig tæplega þremur prósentustigum, en Flokkur fólksins hækkar einnig nokkuð milli kannana, eða um tvö prósentustig. Samfylkingin er áfram stærsti flokkurinn og mælist með 22,2% fylgi. 

Viðreisn mælist í þessari nýju könnun með 16,2% en hafði áður verið með 13,4% hjá Maskínu. Miðflokkurinn sem áður var næst stærsti flokkurinn mælist nú með 15,9% en hafði verið með 17,7%. Greint er frá niðurstöðunum á Vísi.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 13,9% en hafði síðast verið með 14,1%. Flokkur fólksins hækkar milli kannana úr 7,3% í 9,3%.

Píratar, Sósíalistar, Vinstri græn og nýju flokkarnir Lýðræðisflokkurinn, Ábyrg framtíð og Græningjar fá allir undir 5%.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka