Tekjuöflun nauðsynleg

Orri Páll Jóhannsson, þinglokksformaður Vinstri grænna, segir Vinstri-græn vilja verja almannaþjónustu gagnvart aðhaldi eins og gert er í þeim fjárlögum sem þingmenn eru þvert á alla flokka að fást við í þinginu.

Orri Páll skipar annað sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður. Á næstu dög­um birt­ast á mbl.is viðtöl við alla odd­vita fram­boða í öll­um kjör­dæm­um lands­ins. Sú und­an­tekn­ing er þó gerð að þegar formaður flokks leiðir list­ann er næsti maður á lista tek­inn tali. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, er oddviti í Reykjavík suður.

Á brattan að sækja

Til þess að geta staðið undir öflugri almannaþjónustu segir Orri Páll tekjuöflun nauðsynlega svo hægt sé að nota tilfærslukerfin til að styðja, á breiðum grundvelli, við fólk. Nefnir hann sérstaklega þau efnaminni í því sambandi.

Orri Páll lýsir flokknum, sem hefur tapað miklu fylgi, sem stjórnmálaafli, alltaf staðsettu til vinstri, sem hafi lagt áherslu á frið, kvenfrelsi, umhverfis- og náttúruvernd og félagslegan jöfnuð. Hann áttar sig á að það er á brattann að sækja en segist eiga eftir að sjá það gerast að flokknum verði hafnað.

„Við þurfum að sýna fram á hvers slags erindi við eigum og við erum aldeilis byrjuð á því.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka