Framsókn vill virkja

Framsóknarflokkurinn vill auka orkuframleiðslu landsins með fleiri virkjunum til að lækka orkureikning heimilanna, að sögn Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra og oddvita Framsóknar í Reykjavík suður.

„Það er verið að nota 0,03% af landinu. Ég er ekki sátt við það þegar ég sé að orkuverð er að hækka hjá þjóð sem hefur gríðarlega getu til þess að nýta jarðvarma og öll þessi orka sem er í landinu, þetta er eitt lykilatriðið til þess að það gangi vel,“ segir Lilja.

Vill ná niður fjármagnskostnaði 

Lilja segir Framsóknarflokkinn hafa lagt ofuráherslu á aukið lóðaframboð. Húsnæðisverð fari ekki niður nema með miklu framboði húsnæðis og minnist hún á talsvert margar lóðir í eigu ríkisins, sem verið sé að koma í byggingarhæft horf, í því sambandi.

Hún segir stöðuna sjaldan hafa verið betri þegar kemur að grunnstoðum hagkerfisins og lykilútflutningsgreinum en segir að það fáist ekki kredit fyrir það í þeim fjármögnunarkostnaði sem ríkið hefur verið að eiga við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka