Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir breiðu strokurnar í stefnu Viðreisnar algjörlega skýrar.
Segir hún að kosningabaráttan nú snúist um að ná niður verðbólgunni og að ríkisfjármálin taki sér raunverulegt hlutverk í að koma á jafnvægi í efnahagsmálum.
Þá segir hún flokkinn ekki munu taka þátt í því stefi að nú sé rétti tíminn til að hækka skatta á fólk og fyrirtæki. Þorbjörg segist ekki vera í hópi þeirra sem líta á Evrópusambandsaðild sem einhverja töfralausn og að „þá verði gott veður hér alla daga og að hún sjálf nái kjörþyngd“, eins og hún orðar það.
Kannanir sýni þó að 45% þjóðarinnar vilji sjá hvað sé í boði í Brussel og fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður.
„Enginn flokkur og engin ríkisstjórn tekur þessa ákvörðun. Þetta er ákvörðun af þeirri stærðargráðu að hana tekur þjóðin,“ segir Þorbjörg en bendir á að efnahagsaðstæður séu þannig að full ástæða sé til að skoða málið