Oddvitaviðtöl í Reykjavík norður

Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalista, og Andrés Magnússon blaðamaður brjóta …
Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalista, og Andrés Magnússon blaðamaður brjóta kosningamálin til mergjar í myndveri. mbl.is/Ágúst

Oddvitaviðtöl við oddvita allra framboða í Reykjavíkurkjördæmi norður birtast á mbl.is í dag, þar sem þeir eru bæði inntir eftir stöðunni í kosningabaráttunni og helstu kosningamálum, bæði sinna flokka og miðað við undirtektir kjósenda.

Þessa dagana birtast á mbl.is viðtöl við alla oddvita framboða í öllum kjördæmum landsins til Alþingiskosninga. Það eru blaðamennirnir Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson, sem ræða við oddvitana 61. Þá eru birtir útdrættir úr viðtölunum á síðum Morgunblaðsins sama dag og þau birtast á mbl.is

Í dag birtast viðtöl við oddvita framboða í Reykjavík norður, en á föstudag birtust viðtöl við oddvita í hinu Reykjavíkurkjördæminu.

Þó umgjörð viðtalaraðanna séu viðtöl við oddvita flokka í kjördæmunum, þá er sú undantekning þó gerð, að þegar formaður flokks leiðir listann er næsti maður á lista tekinn tali. Ýtarlegri viðtöl við formennina eru birt í Spursmálum fram að kosningum.

Hér að neðan má sjá öll viðtölin í stafrófsröð eftir listabókstaf framboða.

Ásmundur Einar Daðason Framsóknarflokki 


Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn

Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki


Ragnar Þór Ingólfsson Flokki fólksins


Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokki

Baldur Borgþórsson Lýðræðisflokki


Sigríður Á. Andersen Miðflokki


Lenya Rún Taha Karim Pírötum

Dagur B. Eggertsson (2. sæti) Samfylkingu


Finnur Ricart Andrason Vinstrihreyfingunni – grænu framboði


Jóhannes Loftsson Ábyrgri framtíð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka