Húsnæði á að vera heimili en ekki fjárfesting

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 14:57
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 14:57
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

„Lofts­lags- og nátt­úru­vernd­ar­mál þurfa að vera kosn­inga­mál en þau skora ekki nógu hátt í huga al­menn­ings.

Að sjálf­sögðu er skilj­an­legt að þau skori ekki hærra þegar það er hús­næðis­vandi, mik­il verðbólga og fólk fær ekki aðgang að heil­brigðisþjón­ustu og geðheil­brigðisþjón­ustu,“ seg­ir Finn­ur Ricart Andra­son, odd­viti Vinstri-grænna í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður.

Lík­legt að vegið verði að rétt­ind­um kvenna

Kven­frels­is­mál­in eru Finni of­ar­lega í huga og nefn­ir hann þau í sam­hengi við niður­stöður for­seta­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­un­um og að lík­legt sé þeirra vegna að vegið verði að rétt­ind­um kvenna.

Þá seg­ir hann að auka þurfi fram­boð á íbúðum inn á markaðinn og koma bönd­um á skamm­tíma­leigu­hús­næði. Hús­næði eigi fyrst og fremst að vera heim­ili en ekki fjár­fest­ing. „Þar vilj­um við skatt­leggja í meira mæli þriðju, fjórðu og fimmtu eign ein­stak­linga sem eru í at­vinnu­starf­semi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka