Svo það verði aldrei endurtekið

Aðalstefnumál Ábyrgrar framtíðar, að sögn Jóhannesar Loftssonar oddvita, er að gera upp covid-tímann en framboðið býður eingöngu fram í Reykjavíkurkjördæmi norður.

„Við erum að knýja á að þetta verði skoðað, skoðað gagnrýnum augum, svo það sem við gerðum þarna verði aldrei endurtekið,“ segir Jóhannes og leggur áherslu á að fortíðin gleymist ekki.

Upplýst samþykki algjört skilyrði

Þá telur Jóhannes að heilbrigðiskerfið sé að mörgu leyti brotið.

„Við viljum að það verði algjört skilyrði þegar fólk er að fá lyf, sérstaklega tilraunalyf, að það sé upplýst samþykki, það sé upplýst um alla áhættu sem það er að taka með heilsu sína.“

Auk uppgjörs á covid-tímanum leggur Ábyrg framtíð áherslu á ábyrga stjórnsýslu og að sparað verði í ríkisrekstri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka