Verðum að keyra af stað á hugsjónunum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 16:39
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 16:39
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Staðan í skoðana­könn­un­um er ekki góð, seg­ir Lenya Rún Taha Karim, odd­viti Pírata í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður, sem tel­ur flokk­inn þó eiga fullt inni og finn­ur mik­inn meðbyr í kosn­inga­bar­átt­unni.

Tel­ur hún að ákveðinn hljóm­grunn­ur sé fyr­ir aðkomu og skoðunum ungs fólks í sam­fé­lag­inu.

Skrúfa fyr­ir hvat­ana

Lenya kveður stefnu­skrá Pírata mjög stóra og nefn­ir hús­næðismál, efna­hags­mál og hvernig eigi að stemma stigu við verðbólg­unni.

Í hús­næðismál­um vilja Pírat­ar flýta fyr­ir upp­bygg­ingu með bygg­ingu bráðabirgðahús­næðis, skrúfa fyr­ir hvat­ana þegar kem­ur að skamm­tíma­út­leigu og bjóða fólki frelsi á milli þess að kaupa eða leigja.

„Það sem Pírat­ar eru svo­lítið góðir í og við þurf­um að end­ur­vekja er að við erum með ákveðnar hug­sjón­ir. Við höf­um verið að tapa okk­ur aðeins í smá­atriðunum og verðum að fara að keyra af stað á hug­sjón­un­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka