Íbúar „hættulega nægjusamir“

Logi Ein­ars­son, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi, seg­ir að fólki sé brugðið yfir því hvernig hlut­irn­ir hafa smám sam­an molnað niður. Íbúar í litl­um byggðarlög­um séu sum­ir hverj­ir „hættu­lega nægju­sam­ir“ með tak­markaða op­in­bera þjón­ustu.

„Þeir eru jafn­vel glaðir og gera ekki kröfu um annað en gang­fær­an sjúkra­bíl og sjúkra­flutn­ings­mann. Við þurf­um að gera miklu bet­ur,“ seg­ir hann.

Hann vill átak í því að styrkja Eyja­fjarðarsvæðið sem val­kost við höfuðborg­ar­svæðið og búa til álíka þyngd­arpunkt fyr­ir aust­an en til þess þurfi sam­göngu­bylt­ingu.

Fisk­eldi er um­deilt en samt stór at­vinnu­grein í kjör­dæm­inu. Reynsl­an sýn­ir að grein­in velt­ir tug­um millj­arða og hjálp­ar minni byggðarlög­um, að hans sögn. Hann vill þó að grein­in starfi í sátt við nærsam­fé­lagið og nefn­ir í því sam­hengi að fólk í Seyðis­firði sé ekki spennt fyr­ir sjókvía­eldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert