This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Sindri Geir hafnaði uppstillingarnefnd tvisvar til þrisvar áður en hann ákvað að láta slag standa sem oddviti Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi.
Hann segir að náttúruvernd beri reglulega á góma í samræðum við kjósendur og nefnir að VG vilji að eldi í opnum sjókvíum verði bannað eftir árið 2030.
„Það sem kannski kemur mér á óvart þegar ég er að tala við fólk og er á ferðinni er að náttúruverndin, hún skiptir fólk gríðarlegu máli,“ segir Sindri og bætir við:
„Það er alveg greinilegt að náttúruverndin, loftslagsmálin, orkumálin, þetta er eitthvað sem brennur á fólki hérna á svæðinu.“
Umhverfisvernd er helsta áherslumál hans í komandi kosningum.
„Við erum að horfa upp á það að eftir kosningar verði mögulega enginn fulltrúi náttúruverndar á þingi og þá kætast bara stóriðjutröllin og enginn annar,“ segir hann og vísar í kannanir.