This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Þorsteinn Bergsson segir að atvinnu- og samgöngumál brenni mest á fólki sem hann hefur rætt við og skynjar mikinn meðbyr með hugmyndum Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi
Hann veit ekki hvort það sé raunhæft að þjóðnýta öll fyrirtæki í sjávarútvegi en hann vill innkalla allan kvóta.
„Ég er ekki hræddur við orðið „þjóðnýtingu“ en mín hugmynd í þessu er sú – og það stendur einmitt í stefnu flokksins – að kalla inn allar aflaheimildir,“ segir hann.
Hann vill að sjókvíaeldi verði ekki stundað í fjörðum þar sem heimamenn eru því mótfallnir og nefnir Seyðisfjörð í því samhengi. Þá telur hann varhugavert hversu mikið erlent eignarhald er á fiskeldisfyrirtækjunum en er þó almennt ekki á móti sjókvíaeldi.
Landbúnaður er stór atvinnugrein í Norðausturkjördæmi og Þorsteinn kveðst vilja halda áfram með búvörusamningana en hann segir að taka þurfi lífræna framleiðslu inn í þá.