Opna kosningaskrifstofu í Eyjum

Þessi skipa efstu sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Þessi skipa efstu sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Ljósmynd/Aðsend

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í Vest­manna­eyj­um opn­ar kosn­inga­skrif­stofu fyr­ir kom­andi alþing­is­kosn­ing­arn­ar í dag.

Fram und­an er mik­il­væg­ur tími fyr­ir okk­ur sjálf­stæðis­fólk um allt land og því mik­il­vægt að þétta hóp­inn og koma al­vöru stemn­ingu í starfið. Við opn­um því kosn­inga­skrif­stofu í dag, fyr­ir litla lunda­ballið hans Eyþórs Harðar, odd­vita okk­ar, sem hef­ur ásamt fé­lög­um sín­um í Heima­eyj­ar­land­inu haft veg og vanda af und­ir­bún­ingi lunda­balls­ins í ár,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Sjálf­stæðis­flokkn­um í Vest­manna­eyj­um. 

Kosn­inga­skrif­stof­an er í Ásgarði og verður opin á milli klukk­an 12 og 14 í dag. Fram­bjóðend­ur flokks­ins í Suður­kjör­dæmi verða á staðnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka