Opna kosningaskrifstofu í Eyjum

Þessi skipa efstu sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Þessi skipa efstu sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Ljósmynd/Aðsend

Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum opnar kosningaskrifstofu fyrir komandi alþingiskosningarnar í dag.

Fram undan er mikilvægur tími fyrir okkur sjálfstæðisfólk um allt land og því mikilvægt að þétta hópinn og koma alvöru stemningu í starfið. Við opnum því kosningaskrifstofu í dag, fyrir litla lundaballið hans Eyþórs Harðar, oddvita okkar, sem hefur ásamt félögum sínum í Heimaeyjarlandinu haft veg og vanda af undirbúningi lundaballsins í ár,“ segir í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum. 

Kosningaskrifstofan er í Ásgarði og verður opin á milli klukkan 12 og 14 í dag. Frambjóðendur flokksins í Suðurkjördæmi verða á staðnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert