„Það er sárt að svona fór“

Dagbjört tók sæti á þingi í september í fyrra eftir …
Dagbjört tók sæti á þingi í september í fyrra eftir að Helga Vala Helgadóttir sagði af sér þingmennsku. mbl.is/Hákon

„Þetta er rétt ákvörðun vegna þess að þetta er hans ákvörðun,“ seg­ir Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir þingmaður um ákvörðun Þórðar Snæs Júlí­us­son­ar að taka ekki sæti á þingi hljóti hann kjör.

Dag­björt skip­ar fjórða sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður fyr­ir kom­andi alþing­is­kosn­ing­ar. Þórður verm­ir þriðja sæti list­ans. Hljóti Þórður kjör í kosn­ing­un­um eft­ir­læt­ur hann Dag­björtu þing­sætið.

„Þetta er al­gjör­lega hans ákvörðun og ég virði hana. Það er sárt að svona fór,“ seg­ir Dag­björt.

Þá seg­ir hún þessa kosn­inga­bar­áttu ekki eiga snú­ast um ein­staka fram­bjóðend­ur.

„Þessi bar­átta er miklu stærri held­ur en ein­staka fram­bjóðend­ur. Nú þarf þjóðin að ein­beita sér að þeim mál­efn­um sem skipta máli fyr­ir þess­ar kosn­ing­ar, sem eru efna­hags­mál, heil­brigðismál og kjara­mál þjóðar­inn­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert