„Þetta er algerlega hans ákvörðun“

Kristrún tjáir sig um ákvörðun Þórðar.
Kristrún tjáir sig um ákvörðun Þórðar. mbl.is/Eyþór

„Þetta er algerlega hans ákvörðun og ég virði hana 100%.“

Þetta segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, um ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda flokksins í Reykjavík norður, um að taka ekki sæti á þingi hljóti hann kjör. 

Spurð hvort hún eða aðrir þungavigtarmenn í flokknum hafi þrýst á Þórð um að taka þessa ákvörðun segir Kristrún: „Þórður tekur þessa ákvörðun að eigin frumkvæði.“

„Hann er góður maður og félagi hann Þórður og sannur jafnaðarmaður,“ segir Kristrún enn fremur. 

Þá segir hún að Þórður verði enn mikilvægur hluti af flokknum.

„Við erum með fullt af fólki í framboði sem getur borið þessa baráttu áfram, en hann verður áfram mikilvægur hluti af flokknum og er auðvitað góður félagi okkar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert