„Þetta er algerlega hans ákvörðun“

Kristrún tjáir sig um ákvörðun Þórðar.
Kristrún tjáir sig um ákvörðun Þórðar. mbl.is/Eyþór

„Þetta er al­ger­lega hans ákvörðun og ég virði hana 100%.“

Þetta seg­ir Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um ákvörðun Þórðar Snæs Júlí­us­son­ar, fram­bjóðanda flokks­ins í Reykja­vík norður, um að taka ekki sæti á þingi hljóti hann kjör. 

Spurð hvort hún eða aðrir þunga­vigt­ar­menn í flokkn­um hafi þrýst á Þórð um að taka þessa ákvörðun seg­ir Kristrún: „Þórður tek­ur þessa ákvörðun að eig­in frum­kvæði.“

„Hann er góður maður og fé­lagi hann Þórður og sann­ur jafnaðarmaður,“ seg­ir Kristrún enn frem­ur. 

Þá seg­ir hún að Þórður verði enn mik­il­væg­ur hluti af flokkn­um.

„Við erum með fullt af fólki í fram­boði sem get­ur borið þessa bar­áttu áfram, en hann verður áfram mik­il­væg­ur hluti af flokkn­um og er auðvitað góður fé­lagi okk­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka