Umræðan var óþægileg fyrir Þórð og flokkinn allan

„Það er auðvelt að álykta sem svo að það er …
„Það er auðvelt að álykta sem svo að það er einhver hópur sem gat ekki hugsað sér lengur kjósa Samfylkinguna út af þessu máli,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Samsett mynd/María Matthíasdóttir

Fjölmiðlaumfjöllun um gömul bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar og ákvörðun hans um að taka ekki sæti á þingi gætu hafa hreyft við fylgi flokksins, þó óljóst sé hversu mikið. Mál einstakra frambjóðenda hafa þó sjaldan mikil áhrif á fylgi flokka, að sögn stjórnmálafræðings.

Þórður Snær, sem skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, hyggst ekki taka sæti á þingi, jafn­vel þó hann hljóti kjör í kom­andi kosning­um. Held­ur hyggst hann eft­ir­láta næstu konu á list­an­um sæti sitt, sem yrði Dagbjört Hákonardóttir þingmaður.

Tilefnið er umfjöllun um gömul skrif Þórðar Snæs á blogginu „Þessar elskur“ frá 2004-2007 en þar gerði hann konur gjarnan að umfjöllunarefni sínu, oft á niðrandi og klámfenginn hátt.

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun Þórðar um að taka ekki sæti sé „algerlega hans“.

„Ég mun ekki taka þing­sæti hljóti ég slíkt í kosn­ing­un­um …
„Ég mun ekki taka þing­sæti hljóti ég slíkt í kosn­ing­un­um eft­ir tvær vik­ur held­ur eft­ir­láta næstu konu á list­an­um sæti mitt,“ skrif­aði Þórður Snær á Face­book. mbl.is/María Matthíasdóttir

Umræðan var orðin óþægileg fyrir flokkinn

„Það var auðvitað orðið ljóst að umræðan var orðin óþægileg fyrir hann og flokkinn,“ segir Eiríkur Bergmann í samtali við mbl.is en hann er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Bifröst. 

Spurður hvort hann telji að málið komi til með að hafa áhrif á fylgi flokksins bendir hann á að enn eigi eftir að koma fram nýjar tölur sem gætu sýnt fylgismun.

„Við erum ekki með neinar tölur. En það er auðvelt að álykta sem svo að það er einhver hópur sem gat ekki hugsað sér lengur kjósa Samfylkinguna út af þessu máli,“ segir Eiríkur.

„Núna er hann [Þórður] farinn, þannig að það eru þá færri sem verða afhuga flokknum heldur en væri hann áfram.“

Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst.
Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst. mbl.is/Kristófer Liljar

Einstakir flokksmenn hafa lítil áhrif

En það gæti vel verið að áhrifin séu afar lítil, þar sem Eiríkur bendir á að fylgi stjórnmálaflokka breytist sjaldan mikið vegna einstakra fréttamála sem tengjast frambjóðendum.

„Það er yfirleitt miklu miklu flóknara,“ segir hann.

„Og almennt gerum við allt of mikinn hlut úr málum einstakra forystumanna. Við ánefnum forystumönnum stöðu stjórnmálaflokka, þegar þeir skipta miklu minna máli en við teljum okkur trú um,“ segir hann. „Allar mælingar hafa sýnt þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert