Viðreisn gæti valið stjórn

Þorgerður Katrín er formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín er formaður Viðreisnar. mbl.is/Óttar

Viðreisn er í tals­verðri sókn og mögu­lega í odda­stöðu við mynd­un rík­is­stjórn­ar verði kosn­inga­úr­slit í ein­hverju sam­ræmi við nýja könn­un Pró­sents fyr­ir Morg­un­blaðið. Miðað við niður­stöðurn­ar gæti Viðreisn bæði myndað stjórn til vinstri og til hægri.

Ann­ars veg­ar gæti Viðreisn valið vinstri­stjórn með Sam­fylk­ingu og Fram­sókn eða Sósí­al­ist­um, sem miðað við könn­un­ina hefði 34 manna meiri­hluta. Á hinn bóg­inn gæti Viðreisn einnig myndað hægri­stjórn með Miðflokki og Sjálf­stæðis­flokki, sem einnig hefði 34 þing­menn að baki sér.

Hér má sjá niðurstöður nýjustu könnunar Prósents fyrir Morgunblaðið.
Hér má sjá niður­stöður nýj­ustu könn­un­ar Pró­sents fyr­ir Morg­un­blaðið.

Ljóst er að Viðreisn líst bet­ur á vinstri­stjórn, en í gær kvað Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir formaður Viðreisn­ar Sjálf­stæðis­flokk­inn ekki „stjórn­tæk­an á landsvísu“. Þau orð lét hún falla í Grjót­kast­inu, hlaðvarpi Björns Inga Hrafns­son­ar, þar sem hún og Kristrún Frosta­dótt­ir formaður Sam­fylk­ing­ar voru gest­ir.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka