Sjálfstæðisflokkur og Samfylking bítast um forystuna

Kosningabaráttan fer harðnandi og fóru kappræður fram í Hádegismóum fyrr …
Kosningabaráttan fer harðnandi og fóru kappræður fram í Hádegismóum fyrr í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Sam­fylk­ing­in eru hníf­jöfn sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Met­ils, og mæl­ast báðir flokk­ar með fylgi að miðgildi 18%. Er um nokkr­ar svipt­ing­ar að ræða frá síðustu spá Met­ils, en þar var Viðreisn með flest þing­sæti.

Í rök­stuðningi Met­ils seg­ir að tvær nýj­ar fylgisk­ann­an­ir frá Maskínu og Pró­sent hafi nokk­ur áhrif á líkanið. Þá hafi það einnig áhrif að færri dag­ar séu til kosn­inga, en þá minnk­ar óviss­an í líkan­inu og vægi kann­ana eykst á kostnað sögu­legra gagna. 

Sam­kvæmt spánni mæl­ist Viðreisn með 16% fylgi að miðgildi, en flokk­ur­inn var með 17% miðgildi í síðustu spá Met­ils. Þá sæk­ir Flokk­ur fólks­ins í sig veðrið sam­kvæmt spánni.

Pírat­ar og Sósí­al­ist­ar auka lík­ur sín­ar á að ná inn manni

Í rök­stuðningi Met­ils er einnig vikið að 5% þrösk­uld­in­um og þar kem­ur í ljós að bæði Pírat­ar og Sósí­al­ist­ar hafa aukið lík­ur sín­ar sam­kvæmt spálíkan­inu á því að ná yfir þrösk­uld­inn. Eru því nokkr­ar lík­ur á því að ann­ar eða báðir flokk­ar nái mönn­um inn á þing. 

Lík­leg­asta út­kom­an sam­kvæmt nýj­ustu spá er að sjö flokk­ar nái inn þing­mönn­um, en á því eru um það bil helm­ings­lík­ur sam­kvæmt töl­fræðilíkani Met­ils.

Metill hyggst birta loka­spá sína annað kvöld eft­ir að síðustu kann­an­ir hafa birst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert