Lítil hreyfing á fylgi flokkanna

Aðeins 0,5% skilja að Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokk samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup. Þannig mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 28,8% fylgi og Samfylking með 28,3%. Munurinn er ekki marktækur. Vinstrihreyfingin – grænt framboð mælist með 25,7%, Framsóknarflokkur með 12,6% og Frjálslyndi flokkurinn með 1,6%. Nýju framboðin tvö, Bandalag frjálsra frambjóðenda og Borgarahreyfingin, mælast samanlagt með ríflega 2% fylgi.

Skoðanakönnunin, sem unnin var fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið, var gerð dagana 4.-10. mars sl. Um netkönnun er að ræða. Úrtakið í könnuninni var tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Heildarúrtaksstærð var 1.173 manns 18 ára og eldri, en svarhlutfall var 62,2%. Af þeim sem svöruðu tóku 80% afstöðu til flokkanna.

Ríflega 80% svarenda töldu miklar líkur á því að þeir myndu kjósa í komandi alþingiskosningum og rúm 14% töldu nokkrar líkur á því að þeir myndu kjósa.

Ívið fleiri segjast nú styðja ríkisstjórnina en í síðustu Capacent-könnun, sem gerð var um síðustu mánaðamót. Þannig styðja 58,3% svarenda ríkisstjórnina nú miðað við 57,1% síðast. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Föstudaginn 20. desember

Föstudaginn 29. nóvember

Fimmtudaginn 28. nóvember

Mánudaginn 18. nóvember

Laugardaginn 16. nóvember

Föstudaginn 15. nóvember

Þriðjudaginn 12. nóvember

Mánudaginn 11. nóvember

Sunnudaginn 10. nóvember

Laugardaginn 9. nóvember

Föstudaginn 8. nóvember

Laugardaginn 2. nóvember

Fimmtudaginn 31. október

Miðvikudaginn 30. október

Mánudaginn 28. október