Þrettán gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Frestur til að tilkynna þátttöku rann út á hádegi í gær en prófkjörið fer fram 20. febrúar.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm bæjarfulltrúa kjörna í síðustu kosningum. Þrír þeirra, Ármann K. Ólafsson, Gunnar Birgisson og Margrét Björnsdóttir, sem kom inn í bæjarstjórn þegar Gunnar Birgisson fór í leyfi í júní, gefa kost á sér. Gunnsteinn Sigurðsson, núverandi bæjarstjóri, Ásthildur Helgadóttir og Sigurrós Þorgrímsdóttir gefa ekki kost á sér.
Eftirtaldir taka þátt í prófkjörinu:
Aðalsteinn Jónsson
Ármann Kr. Ólafsson
Árni Bragason
Benedikt Hallgrímsson
Gunnar Birgisson
Hildur Dungal
Jóhann Ísberg
Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir
Karen Halldórsdóttir
Kjartan Sigurgeirsson
Margrét Björnsdóttir
Ragnheiður K. Guðmundsdóttir
Sigurjón Sigurðsson.