Þrettán í prófkjör í Kópavogi

Kópavogur.
Kópavogur. mbl.is/RAX

Þrettán gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Frestur til að tilkynna þátttöku rann út á hádegi í gær en prófkjörið fer fram 20. febrúar.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm bæjarfulltrúa kjörna í síðustu kosningum. Þrír þeirra, Ármann K. Ólafsson, Gunnar Birgisson og Margrét Björnsdóttir, sem kom inn í bæjarstjórn þegar Gunnar Birgisson fór í leyfi í júní, gefa kost á sér. Gunnsteinn Sigurðsson, núverandi bæjarstjóri, Ásthildur Helgadóttir og Sigurrós Þorgrímsdóttir gefa ekki kost á sér.

Eftirtaldir taka þátt  í prófkjörinu:

Aðalsteinn Jónsson
Ármann Kr. Ólafsson
Árni Bragason
Benedikt Hallgrímsson
Gunnar Birgisson
Hildur Dungal
Jóhann Ísberg
Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir
Karen Halldórsdóttir
Kjartan Sigurgeirsson
Margrét Björnsdóttir
Ragnheiður K. Guðmundsdóttir
Sigurjón Sigurðsson.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Föstudaginn 20. desember

Föstudaginn 29. nóvember

Fimmtudaginn 28. nóvember

Mánudaginn 18. nóvember

Laugardaginn 16. nóvember

Föstudaginn 15. nóvember

Þriðjudaginn 12. nóvember

Mánudaginn 11. nóvember

Sunnudaginn 10. nóvember

Laugardaginn 9. nóvember

Föstudaginn 8. nóvember

Laugardaginn 2. nóvember

Fimmtudaginn 31. október

Miðvikudaginn 30. október

Mánudaginn 28. október