Samfylkingin með mest fylgi í Hafnarfirði

Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar. mbl.is/Golli

Samfylkingin mældist með 46,1% fylgi í Hafnarfirði ef marka má könnun sem flokkurinn gerði í bæjarfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 33,6%, Vinstri Grænir fá 17,9% og Framsóknarflokkurinn 2,4% ef miðað er við þá sem tóku afstöðu. Ef þetta yrði niðurstaða kosninganna þá fengi Samfylkingin fimm bæjarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn fjóra fulltrúa og VG tvo fulltrúa.

Aðspurðir um oddvita stjórnmálaflokkanna í Hafnarfirði segjast 68% bæjarbúa vilja Lúðvík Geirsson áfram sem bæjarstjóra Hafnarfjarðar, samkvæmt fréttatilkynningu frá Samfylkingunni. Hann er í sjötta sæti framboðslista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og nær því ekki kjöri í bæjarstjórn en samkvæmt könnuninni er meirihlutinn fallinn í Hafnarfirði en nú er Samfylkingin með sex af ellefu bæjarfulltrúum.

69% bæjarbúa vilja fresta því að greiða niður skuldir við núverandi aðstæður, frekar en að skera niður í velferðarþjónustu.

Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði könnuna fyrir Samfylkinguna dagana 3.-12. maí 2010. Svarendur gátu valið hvern af oddvitum flokkanna sem bjóða fram í Hafnarfirði þeir vilja að gegni bæjarstjóraembættinu á næsta kjörtímabili. Ríflega 68% Hafnfirðinga vilja Lúðvík Geirsson (S) áfram sem bæjarstjóra. Um 17% nefndu Valdimar Svavarsson (D), 9% Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur (VG) og 1% Valdimar Sigurjónsson (B). Um 5% svarenda nefndi einhvern annan.

mbl.is

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Föstudaginn 20. desember

Föstudaginn 29. nóvember

Fimmtudaginn 28. nóvember

Mánudaginn 18. nóvember

Laugardaginn 16. nóvember

Föstudaginn 15. nóvember

Þriðjudaginn 12. nóvember

Mánudaginn 11. nóvember

Sunnudaginn 10. nóvember

Laugardaginn 9. nóvember

Föstudaginn 8. nóvember

Laugardaginn 2. nóvember

Fimmtudaginn 31. október

Miðvikudaginn 30. október

Mánudaginn 28. október