Glæpir, mannabein og lífsháski

Í öðrum þætti Lestrarklefans á Storytel hittir Rebekka Sif barnabókahöfundinn Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur á vinnustofu hennar í Hafnarfirði. Þær spjalla um bókina Kennarinn sem fuðraði upp sem kemur út sem hljóðbók í byrjun desember.

Katrín Lilja Jónsdóttir og Kristín Björg Sigurvinsdóttir mæta svo í settið til að ræða um barnabækurnar Ævintýri Freyju og Frikka eftir Felix Bergsson og glæpasöguna Andnauð eftir Jón Atla Jónasson. Einnig mun Þuríður Blær Jóhannsdóttir leiklesa fyrir okkur æsispennandi senu úr Ævintýri Freyju og Frikka.

Þáttastjórn er í höndum rithöfundarins Rebekku Sifjar Stefánsdóttur sem er einnig aðstoðarritstjóri Lestrarklefans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert