Hilmar Jacobsen, eigandi umboðsverslunarinnar H. Jacobsen, sá sér leik á borði þegar hann komst í kynni við vörumerkið Aerus á sama tíma og heimsfaraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst.
Verslun H. Jacobsens hefur verið starfrækt frá árinu 1994 en árið 1998 hóf hún sölu á hinum margrómuðu Saladmaster-heilsupottum. Líkt og gefur að skilja setti heimsfaraldurinn strik í reikning H. Jacobsen og fann Hilmar sig knúinn til að snúa vörn í sókn.
„Saladmaster er háð heimakynningum og matarboðum. Ekki hjálpaði Covid okkur þannig að ég fór að skoða gæðavörur sem mögulega gætu aðstoðað fólk eins og Saladmaster hefur gert í gegnum tíðina með hollari matseld,“ útskýrir Hilmar sem kynntist byltingarkenndum lofthreinsitækjum frá framleiðandanum Aerus sem hann flytur nú inn í nafni BeyondAir.is.
Aerus er rótgróið fyrirtæki sem áður hét Electrolux en uppruna þess má rekja til ársins 1924. Saga lofthreinsitækjanna er athyglisverð. Þá helst fyrir að hafa upprunalega verið hönnuð fyrir alþjóðlegu geimvísindastöð NASA. Tæknin hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir virknina og er til að mynda eitt af 75 lofthreinsitækjum sem tekin hafa verið inn í frægðarhöll geimvísindanna síðastliðin 30 ár.
„Upphaflega var Aerus fengið til að útbúa tækni fyrir NASA til að líkja eftir andrúmsloftinu á jörðinni. Til dæmis til að rækta grænmeti í geimnum. Í framhaldi var sama tækni notuð til að gera lofthreinsitæki fyrir vinnustaði og heimili.“
Hilmar segir hefðbundin lofthreinsitæki varla samburðarhæf þeim sem búa yfir ActivePure-tækninni, enda sé sú tækni hávísindaleg og áreiðanleg. Virkni hefðbundinna lofthreinsitækja sé allt annars eðlis.
„Tæknin er kölluð ActivePure og virkar þannig að hún leitast við að líkja eftir aðferðinni sem náttúran notar til að hreinsa loftið utandyra. Móðir náttúra notar útfjólubláa geisla sólarinnar til að brjóta niður O2 og H2O sameindir í loftinu til að oxa eða eyða hættulegum efnum og sýklum sem annars myndu gera okkur ókleift að anda að okkur fersku lofti,“ segir Hilmar.
„Ekki má rugla þessari tækni saman við hefðbundin lofthreinsitæki. Flest þeirra eru knúin „óvirkri“ tækni sem þýðir að við verðum að treysta á í blindni að vandamálið, veirur, mygla eða bakteríur, finni lofthreinsitækið en ekki á öfugan máta. „Virka“ tæknin tekur loft og raka úr loftinu og breytir þeim í oxaðar vatnssameindir sem er sleppt út í loftið til að hlutleysa vírusa, myglu og bakteríur í lofti og á yfirborði.“
Eiginleikar ActivePure-tækninnar hafa gefið góða raun á rannsóknarstofum víðs vegar um heim og hafa fræðimenn grandskoðað virkni hennar.
„Niðurstöður rannsókna eru alltaf þær sömu. Tækið hreinsar loftið um allt að 99,97% og tæknin virkar vel á veirur eins og Covid-19,“ segir Hilmar.
„Ímyndum okkur að við séum stödd á biðstofu á sjúkrahúsi. Ef þar væri venjulegt lofthreinsitæki og einhver hóstaði út í loftið þá þyrfti sýkingin að finna sjálft lofthreinsitækið. Það getur tekið tíma og sýkingin breiðist þar með út. ActivePure-tæknin vinnur strax á sýklum í lofti og eyðir þeim á sömu mínútu og þeir berast út í andrúmsloftið.“
Mikilvægi loftskipta hefur verið mikið í umræðunni síðan kórónuveirufaraldurinn skók heimsbyggðina og ekki síður vegna aukinnar umræðu um rakaskemmdir og myglu í híbýlum. ActivePure-tæknin í lofthreinsitækjum frá BeyondAir framleiða að jafnaði 60 loftskipti á klukkustund. Það hefur margvíslegan ávinning í för með sér.
„Það hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir sem staðfesta árangur ActivePure-tækninnar. Sem dæmi var gerð rannsókn yfir tveggja ára tímabil á leikskóla í Pennsylvaniu-ríki í Bandaríkjunum. Þar kom í ljós að fjarvistum og veikindadögum barna og starfsmanna fækkaði um 80% það ár sem ActivePure-lofthreinsitækinu hafði verið komið fyrir í leikskólanum,“ lýsir Hilmar sem er sannfærður um heilsufarlegan ábata af ActivePure-tækninni.
„Í raun þarf enginn að skilja tæknina heldur bara stinga tækinu í samband og það sér um að hreinsa rýmið allan sólarhringinn allan ársins hring með tilheyrandi vellíðan fyrir þig og þína.“