Sjö hjónabönd, vættir og jólasögur

Í þriðja þætti Lestr­ar­klef­ans á Stor­ytel fáum við að heyra frá­bær­an upp­lest­ur Mar­grét­ar Vil­hjálms­dótt­ur úr bók­inni Sjö eig­in­menn Evelyn Hugo sem hef­ur farið sig­ur­för um heim­inn en kom loks­ins út í ís­lenskri þýðingu í nóv­em­ber. Einnig hitt­ir Re­bekka Sif rit­höf­und­inn Evu Rún Þor­geirs­dótt­ur sem skrifaði jóla­da­ga­tal Stor­ytel þetta árið, Sög­ur fyr­ir jól­in.

Katrín Lilja Jóns­dótt­ir, rit­stjóri Lestr­ar­klef­ans, og Sæ­unn Gísla­dótt­ir, þýðandi, mæta svo í settið til að ræða spennu­sög­una Dal­ur­inn eft­ir Mar­gréti Hösk­ulds­dótt­ur og áður­nefnda Sjö eig­in­menn Evelyn Hugo eft­ir Tayl­or Jenk­ins Reid. Að lok­um mæla þær með áhuga­verðum hljóðbók­um í Gull­korn­inu. 

Þátta­stjórn er í hönd­um rit­höf­und­ar­ins Re­bekku Sifjar Stef­áns­dótt­ur sem er einnig aðstoðarrit­stjóri www.lestr­ar­klef­inn.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert