Í þriðja þætti Lestrarklefans á Storytel fáum við að heyra frábæran upplestur Margrétar Vilhjálmsdóttur úr bókinni Sjö eiginmenn Evelyn Hugo sem hefur farið sigurför um heiminn en kom loksins út í íslenskri þýðingu í nóvember. Einnig hittir Rebekka Sif rithöfundinn Evu Rún Þorgeirsdóttur sem skrifaði jóladagatal Storytel þetta árið, Sögur fyrir jólin.
Katrín Lilja Jónsdóttir, ritstjóri Lestrarklefans, og Sæunn Gísladóttir, þýðandi, mæta svo í settið til að ræða spennusöguna Dalurinn eftir Margréti Höskuldsdóttur og áðurnefnda Sjö eiginmenn Evelyn Hugo eftir Taylor Jenkins Reid. Að lokum mæla þær með áhugaverðum hljóðbókum í Gullkorninu.
Þáttastjórn er í höndum rithöfundarins Rebekku Sifjar Stefánsdóttur sem er einnig aðstoðarritstjóri www.lestrarklefinn.is.