Bílasalan Bílalind er með úrval af nýjum og notuðum bílum á góðu verði. Hjá Bílalind starfar þrautreyndur hópur bílasala sem býr yfir áratugalangri reynslu af traustum bílaviðskiptum og aðstoðar þig við að ganga frá kaupum á bíl drauma þinna á einfaldan hátt.
Ásvaldur Óskar Jónsson, gjarnan kallaður Óskar, er eigandi Bílalindar. Óskar þekkir bílabransann betur er margir en hann hefur starfað sem bílasali í hartnær 25 ár og segir traust bílaviðskipti mjög mikilvægan þátt í kaup- og söluferli á bifreiðum.
„Við bjóðum upp á öruggan skjalafrágang fyrir þá sem eru búnir að finna draumabílinn eða eru að selja og þurfa aðstoð fagmanna til að sækja um lán og ganga frá kaupum og sölum á ökutækjum,“ segir hann en bílasalan Bílalind hefur verið í eigu Óskars síðan árið 2013.
Á vefsíðu Bílalindar má sjá fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og stærðum frá helstu bílaframleiðendum heims. Óskar segir ferli bílaviðskipta hafa tekið nokkrum breytingum frá því hann fyrst hóf störf sem bílasali. Breytingarnar hafi helst falist í að einfalda ferlið og gera það fljótlegra bæði fyrir kaupendur og seljendur en ekki síður bílasalana sjálfa.
„Bílalind höfðar til allra þeirra sem eru með bílpróf og vilja fá trausta aðila með sér í verkið,“ segir hann. „Við erum með ýmsar góðar lausnir í bílafjármögnunum og útvegum bílalán frá öllum bílalánafyrirtækjum,“ segir hann jafnframt og bendir á að allar upplýsingar sé að finna á vefsíðu Bílalindar.
„Það er langeinfaldast að fara inn á heimasíðuna okkar til að skoða úrvalið af nýjum og notuðum bílum sem eru í sölu hjá Bílalind. Þar leynist draumabílinn þinn að öllum líkindum því við erum með flestar tegundir bíla í sölu hjá okkur. Það er líka mjög auðvelt fyrir þá sem vilja selja að skrá bílinn sinn inni á heimasíðunni,“ segir Óskar og áréttar hversu einfalt kaup- og söluferli á bifreiðum er orðið nú til dags.
„Þegar viðskipti eru komin á þá er hægt að fara að ganga frá öllum pappírum og skjölum rafrænt og seljandinn þarf ekki einu sinni að vera á staðnum þegar viðskiptin fara fram,“ segir hann.
Nú á dögum fara öll bílaviðskipti fram rafrænt. Þar með talið bílalán og undirritun afsala sem fara fram í gegnum rafræn skilríki hvers og eins. Óskar segir fyrirkomulagið einfalda viðskiptaferlið til muna. Snertiflötum fækkar svo um munar ásamt því að gera bílaviðskipti vistvænt ferli og mun fljótlegra en það sem áður tíðkaðist.
„Þetta einfaldar öllum sporin,“ segir hann og kveðst taka stafrænni þróun í bílaviðskiptum vel.
Þá hefur aukin vitundarvakning almennings um umhverfismál og orkuskipti haft veruleg áhrif á val fólks á draumabílnum því samkvæmt Óskari eru rafbílarnir mjög vinsælir um þessar mundir.
„Rafmagnsbílarnir hafa verið langvinsælastir á markaðnum undanfarið en við höfum líka fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir góðum bílum sem henta fyrir alls kyns ferðalög og hringferðir um landið í sumar,“ segir Óskar. „Margir virðast vera að leita að bílum sem geta dregið ferðavagna þó nokkra vegalengd og þá verða gjarnan díselbílar með krók fyrir valinu,“ bætir hann við og ætla má að sumarið verði stórt og mikið ferðasumar hjá Íslendingum í ár og ljóst að húsbílar eru farnir að sækja í sig veðrið eftir heimsfaraldurinn.
„Við höfum verið að sérpanta vel útbúna húsbíla frá Þýskalandi. Sérhannaða og útbúna fyrir íslenskar aðstæður. Þessir bílar eru engin smásmíði, fjórhjóladrifnir og öruggir og tilbúnir í hvers kyns ferðalög fyrir alla fjölskylduna,“ segir Óskar sem kappkostar að viðskiptavinir Bílalindar fái framúrskarandi og trausta þjónustu í hvers kyns bílaviðskiptum.