Stórir og sterkir strákar í aðalhlutverki

Systkinin Arnar Freyr Guðmundsson og Hólmfríður Guðmundsdóttir, eigendur herrafataverslunarinnar Stout.
Systkinin Arnar Freyr Guðmundsson og Hólmfríður Guðmundsdóttir, eigendur herrafataverslunarinnar Stout. mbl.is/Kristinn Magnússon

Herrafataverslunin Stout opnaði dyr sínar í Fellsmúla 24 síðastliðinn föstudag. Verslunin er hin glæsilegasta og sérhæfir sig í sölu á hágæða herrafatnaði fyrir stóra stráka á góðu verði. Í tilefni opnunarinnar er 15% afsláttur af öllum vörum í Stout út daginn í dag, 4. september.

„Við höfum gengið með þá hugmynd í maganum í sex ár að opna herrafataverslun sem er byggð á sömu hugmyndafræði og Curvy,“ segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, eigandi verslananna Curvy og Stout.

„Það er mikið af stórum og flottum karlmönnum í fjölskyldunni minni svo ég hef vitað það í langan tíma að það hefur verið vöntun á herrafataverslun með stærri stærðir hér á landi. Nú fannst okkur vera rétti tíminn,“ segir hún.

Stærðirnar í Stout eru ætlaðar stórum og sterkum herramönnum á …
Stærðirnar í Stout eru ætlaðar stórum og sterkum herramönnum á öllum aldri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hólmfríður, eða Fríða líkt og hún er gjarnan kölluð, segir gat vera á íslenskum markaði þegar litið er til herrafatnaðar í stærri stærðum en hefðbundnar evrópskar fatastærðir búa yfir. Jafn mikilvægt sé fyrir herra jafnt sem dömur að hafa valmöguleika þegar kemur að vöruúrvali og stærðum.

„Það losnaði verslunarpláss í rýminu við hliðina á Curvy og eins mikið og okkur langaði til að stækka við Curvy þá ákváðum við að láta slag standa og opna herrafataverslun með þessa sérstöðu í staðinn. Bróðir minn kom svo inn í þetta og þá var ekki aftur snúið en hann mun aðallega sjá um rekstur Stout,“ segir hún og spennan fyrir opnun Stout leynir sér ekki.

Í versluninni er fjölbreytt úrval af hvers kyns herrafatnaði.
Í versluninni er fjölbreytt úrval af hvers kyns herrafatnaði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stærri stærðir í forgrunni

Herrafataverslunin Stout leggur ríka áherslu á þarfir viðskiptavina. Verslunin skipar sér sérstöðu í flóru fataverslana hér á landi með því að bjóða upp á fatnað í stærðum 1XL - 8XL ásamt herralínu fyrir þá hávöxnu.

„Stout þýðir í rauninni það að vera sterkur, stór og þrekinn. Það fannst okkur gott og lýsandi nafn fyrir þá þjónustu sem við sjáum fyrir okkur að bjóða herrunum upp á og speglast í þeim gildum sem Curvy hefur unnið út frá,“ segir Fríða en velgengni Curvy síðustu ár hefur talað sínu máli og ekki úr vegi að einnig sé vöntun á slíkri sérstöðu fyrir íslenska herramenn.  

Fríðu og Arnari finnst tími til kominn að herrar í …
Fríðu og Arnari finnst tími til kominn að herrar í stærri stærðum fái smá dekur í verslunarleiðangrinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér finnst herrarnir stundum mæta afgangi og viljum við leggja okkar af mörkum við að breyta þeirri hugsjón. Við viljum sýna stóru strákunum hversu verðugir og flottir þeir eru og leggjum ríka áherslu á góða og persónulega þjónustu. Við hlökkum til að tríta aðeins við þá líka,“ segir hún og hlær.

Ný og spennandi vörumerki

Samkvæmt Fríðu hefur undirbúningur nýju verslunarinnar, Stout, gengið vonum framar en Fríða og hennar fólk hefur unnið hörðum höndum síðustu misseri við að undirbúa opnunina. Vörumerkin hafa verið valin af mikilli kostgæfni enda segir Fríða mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt úrval af hágæða herrafatnaði sem hentar herrum á öllum aldri með ólíkar þarfir og kröfur.

„Við vönduðum valið og ákváðum að vera með fjögur góð merki sem við munum svo byggja ofan á,“ segir Fríða en merkin sem um ræðir eru Blend, The Duke Clothing & co, Skopes og North 56°4.

„Blend þekkja margir en hin merkin hafa ekki verið seld á Íslandi áður eftir því sem við best vitum,“ segir Fríða. „Þetta eru mjög spennandi vörumerki sem setja gæði og þægindi ofar öllu en við erum í viðræðum við fleiri flott vörumerki sem munu líta dagsins ljós von bráðar,“ segir hún og kveður margt skemmtilegt vera í pípunum hjá Stout.

Verslunin er sérlega vel innréttuð og glæsileg.
Verslunin er sérlega vel innréttuð og glæsileg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samþættar netverslanir

Líkt og fram hefur komið einblínir verslunin Stout á stærri stærðir líkt og verslunin Curvy hefur gert frá upphafi. Fríða segir hugmyndina um að samtvinna netverslanir beggja verslananna tilkomna til að auðvelda viðskiptavinum aðgengi.

„Við tengjum í rauninni þessar tvær verslanir saman. Viðskiptavinir okkar geta til dæmis verslað bæði í netverslun Curvy og Stout á sama tíma,“ segir Fríða. „Það skiptir engu máli hvort þú farir á curvy.is eða stout.is, þar er sama góða úrvalið að finna, bæði fyrir dömur og herra,“ segir Fríða og segir mikilvægt að bjóða einnig upp á notendavæna netverslun til að sinna viðskiptavinum vítt og breitt um landið.

„Það er okkur mikið hjartans mál að þessi hópur geti komið til okkar og fundið sér föt við sitt hæfi í réttum stærðum, upplifað gott og jákvætt viðmót og fengið smá dekur. Við viljum að það verði reynsla þeirra sem versla við okkur því við leggjum allt okkar kapp í að veita þægilega og persónulega þjónustu. Svo er líka alltaf heitt á kaffivélinni hjá okkur í Fellsmúla 24,“ segir Fríða að lokum.

Starfsfólk Stout leggur allt sitt kapp á að veita framúrskarandi …
Starfsfólk Stout leggur allt sitt kapp á að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert