Mjög lífleg bóksala í Pennanum Eymundsson

Rithöfundurinn Ólafur Jóhann Ólafsson trónir nú á toppi metsölulista Pennans …
Rithöfundurinn Ólafur Jóhann Ólafsson trónir nú á toppi metsölulista Pennans Eymundsson. Ljósmynd/Aðsend

Bóksalan í Pennanum Eymundsson er mjög góð þetta árið og ekki síður fjölbreytt. Þar færðu sem fyrr allar þær nýju bækur sem í boði eru og endurspeglar Metsölulistinn þann mikla áhuga sem íslenska þjóðin hefur á bókum.

Bjarni Fritzson var ekki lengi í paradís á metsölulista Pennans Eymundsson, en Ólafur Jóhann hefur tekið fram úr honum og vermir nú efsta sæti metsölulista Pennans Eymundsson með nokkuð afgerandi forystu. Bók Bjarna um Orra óstöðvandi fer þó ekki langt heldur aðeins niður í þriðja sæti og situr Sæluríki Arnalds Indriðasonar á milli þeirra í öðru sætinu.

Auður Ava Ólafsdóttir skýtur sér upp í níunda sæti listans þessa vikuna með DJ Bamba en Eiríkur Örn gerir enn betur og situr einu sæti ofar með bókina Náttúrulögmálin. Þeir harðduglegu Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson koma sér úr tíunda sætinu upp í það sjöunda.

Það er greinilegt að glæpasögurnar eru vinsæl jólagjöf í ár eins og fyrri ár en bók Yrsu Sigurðardóttur, Frýs í æðum blóð, heldur fjórða sætinu frá liðinni viku og Hvítalogn og Heim fyrir myrkur eru enn ofarlega á lista.

Listann má skoða í heild sinni hér:

1. Snjór í paradís - Ólafur Jóhann Ólafsson

2. Sæluríkið - Arnaldur Indriðason

3. Orri óstöðvandi - Jólin eru að koma - Bjarni Fritzson

4. Frýs í æðum blóð - Yrsa Sigurðardóttir

5. Hvítalogn - Ragnar Jónasson

6. Heim fyrir myrkur - Eva Björg Ægisdóttir

7. Frasabókin - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson

8. Náttúrulögmálin - Eiríkur Örn Norðdahl

9. DJ Bambi - Auður Ava Ólafsdóttir

10. Land næturinnar - Vilborg Davíðsdóttir

Skáldverk

1. Snjór í paradís - Ólafur Jóhann Ólafsson

2. Sæluríkið - Arnaldur Indriðason

3. Frýs í æðum blóð - Yrsa Sigurðardóttir

4. Hvítalogn - Ragnar Jónasson

5. Heim fyrir myrkur - Eva Björg Ægisdóttir

6. Náttúrulögmálin - Eiríkur Örn Norðdahl

7. DJ Bambi - Auður Ava Ólafsdóttir

8. Land næturinnar - Vilborg Davíðsdóttir

9. Deus - Sigríður Hagalín Björnsdóttir

10. Duft - Bergþóra Snæbjörnsdóttir

Handbækur, fræðirit, frásagnir og ævisögur

1. Frasabókin - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson

2. Eimreiðarelítan: Spillingarsaga - Þorvaldur Logason

3. Í eldhúsinu með Hrefnu Sætran - Hrefna Sætran

4. Útkall - Mayday erum að sökkva - Óttar Sveinsson

5. Bílar í lífi þjóðar - Örn Sigurðsson

6. Álfar - Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring

7. Myndlist á heimilum - Gunnar Sverrisson, Halla Bára Gestsdóttir, Olga Lilja Ólafsdóttir og Sigurður Atli Sigurðsson

8. Forystufé og fólkið í landinu - Guðjón Ragnar Jónsson og Daníel Hansen

9. Afi minn stríðsfanginn - Elín Hirst

10. Ég verð aldrei frú meðfærileg - Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Barna- og ungmennabækur

1. Orri óstöðvandi - Jólin eru að koma - Bjarni Fritzson

2. Bannað að drepa - Gunnar Helgason

3. Bluey - Góða nótt leðurblaka - Willis, Daniella

4. Sveindís Jane - Saga af stelpu í fótbolta - Sveindís Jane Jónsdóttir

5. Ofurskrímslið - David Walliams

6. Stelpur stranglega bannaðar - Embla Bachmann

7. Salka - Hrekkjavakan - Bjarni Fritzson

8. Lára fer á jólaball - Birgitta Haukdal

9. Eldur - Björk Jakobsdóttir

10. Jólasyrpa - Disney

Ljóðabækur

1. Meðan glerið sefur - Dulstirni - Gyrðir Elíasson

2. Í myrkrinu fór ég til Maríu - Sonja B. Jónsdóttir

3. Flagsól - Melkorka Ólafsdóttir

4. Hlustum frekar lágt - Þórarinn Eldjárn

5. Maður lifandi - Kristinn Óli S. Haraldsson

6. Vegamyndir - Óskar Árni Óskarsson

7. Byggð mín í norðrinu - Hannes Pétursson

8. Ró í beinum - Ísak Harðarson

9. Bakland - Hanna Óladóttir

10. Mannakjöt - Magnús Jochum Pálsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert