Fyrirtækjakort sem eykur yfirsýn og sparar vinnu

Teymið í Síminn Pay en þar starfa fjórir forritarar og …
Teymið í Síminn Pay en þar starfa fjórir forritarar og þrír viðskiptastjórar og saman hafa þau byggt upp fjártæknilausnir fyrir Símann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýverið gaf Síminn Pay út fyrirtækjakort sem léttir utanumhald fyrirtækja með öruggri aðgangsstýringu, meiri yfirsýn og skilvirkari flokkun en mikil vöntun hefur verið á þess háttar korti hér á landi. Gunnar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Síminn Pay, talar um að kortið hafi orðið til eftir samtöl við viðskiptavini fyrirtækisins en lausn sem þessi er algeng erlendis.

„Ef ég tek Símann sem dæmi þá er gríðarlegur vinnusparnaður með nýja fyrirtækjakortið því með hefðbundnu fyrirtækjakorti tekur það bókhaldið jafnan um fjóra klukktíma í hverjum mánuði að bóka færslur fyrir hvert einasta kort.

Þetta hefur gert það að verkum að fyrirtæki halda aftur af sér að gefa út kreditkort fyrir starfsfólk því þau vilja minnka þessa vinnu. Með þessari nýju lausn Símans Pay erum við að færa fyrirtækjakortamenningu upp á næsta þrep, spara vinnu fyrir alla og auka yfirsýn í rauntíma.“

Gunnar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Síminn Pay, talar um að með nýju …
Gunnar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Síminn Pay, talar um að með nýju fyrirtækjakorti sé verið að færa fyrirtækjakortamenningu upp á næsta þrep, spara vinnu fyrir alla og auka yfirsýn í rauntíma. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allar færslur sýnilegar um leið

Gunnar talar um að þetta eigi eftir að breyta heilmiklu hjá fyrirtækjum enda gríðarlegur vinnusparnaður auk þess sem yfirsýn stjórnenda sé miklu betri en áður. „Tími sem fer í að bóka færslur og kalla eftir kvittunum minnkar um allt að 95% þar sem allar færslur eru flokkaðar um leið og þær eru framkvæmdar af korthafa.

Eftirlitskerfi sér um að kalla eftir gögnum sem vantar og láta stjórnendur vita ef misbrestur er á að klára skráningu færslna. Þetta er því einnig mun öruggara en önnur fyrirtækjakort,“ segir Gunnar og bætir við að undanfarið hafa þau kynnt kortið fyrir fyrirtækjum og stofnunum og viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum.

„Kortin eru gefin út af Mastercard og eru eingöngu rafræn. Það er því hægt að afhenda starfsmanni þau um leið og þau eru stofnuð en korthafar eru auðkenndir rafrænt sem tryggir að aðeins þeir geti notað kortið sem þeim hefur verið úthlutað. Stjórnendur fá þannig rauntímasýn á kortanotkun starfsmanna og allar færslur verða sýnilegar í þjónustuvef fyrirtækisins um leið og þær eru gerðar.“

Ekkert árgjald og ekkert gjaldeyrisálag

Síminn Pay er átta ára í ár en það er sjálfstætt starfandi fyrirtæki innan Símans. „Við erum dótturfyrirtæki Símans en virkum í raun eins og hver önnur deild. Við erum sjálfstæð að því leytinu til að við stýrum okkur sjálf hvað varðar vöruþróun og stefnu,“ segir Gunnar en það eru átta manns sem starfa hjá Símanum Pay.

„Þetta er lítið teymi; fjórir forritarar og þrír viðskiptastjórar sem hafa byggt upp fjártæknlausnir fyrir Símann. Við gáfum til að mynda út kreditkort fyrir einstaklinga í nóvember 2022, veltukort sem bar nafnið Léttkort. Það er gefið út af Mastercard og því er hægt að nota það út um allan heim. Það er frábrugðið öllum kortum að því leyti að það er ekkert árgjald á því og ekkert gjaldeyrisálag.

Þetta er besta ferðakort sem þú getur fengið og eina kreditkortið á Íslandi sem er ekki með gjaldeyrisálag. Ekkert árgjald, ekkert gjaldeyrisálag og svo er hægt að velja hvort fólk vill ferðatryggingu og hvort fólk vilji Icelandairpunkta.“

Nýtt fyrirtækjakort hjá Síminn Pay léttir utanumhald fyrirtækja með öryggri …
Nýtt fyrirtækjakort hjá Síminn Pay léttir utanumhald fyrirtækja með öryggri aðangsstýringu, meiri yfirsýn og skilvirkari flokkun. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka