Frá grunni að fullbúnu húsi á þremur mánuðum

Byggingartími með krosslímdu timbri frá Storaenso er mun styttri en …
Byggingartími með krosslímdu timbri frá Storaenso er mun styttri en í uppsteyptum húsum auk þess sem það er mjög umhverfisvænn byggingarmáti, að sögn Ragnars Jóhannssonar framkvæmdastjóra Idex hf. Ljósmynd/Aðsend

„Það er enginn annar iðnaður innan byggingariðnaðarins sem vex jafn hratt og krosslímt tré frá Storaenso. Það er byggingarefni þessarar aldar. Húsbyggjendur út um allan heim eru að opna augun fyrir þessari aðferð og það er byrjað að gerast líka hér á landi,“ segir Ragnar Jóhannsson framkvæmdastjóri Idex hf sem flytur inn einingar úr krosslímdu tré frá Storaenso sem er stærsti framleiðandi eininga úr krosslímdu timbri.

„Einn af kostunum við timbrið er að það helst um ókomin ár enda eru mörg af elstu húsum veraldar gerð úr viði. Það er líka mjög auðvelt í hönnun og útreikningi. Það eru allar grunnstærðir til hönnunar vel þekktar og auk þess leggjum við til einföld forrit til að aðstoða við hönnun. Þá eru engar kuldabrýr í við og það er því minni hætta á myglu en með öðrum byggingarefnum.“

Timbur er einangrun í sjálfu sér og það er því …
Timbur er einangrun í sjálfu sér og það er því mjög orkusparandi byggingarmáti auk þess sem það sparar notkun á einangrunarefnum sem krefjast mikillar orku til framleiðslu. Ljósmynd/Aðsend

Timbrið er einangrun í sjálfu sér

Ragnar segir áhugavert að fylgjast með umræðu um styttingu byggingartíma og kröfu um ódýrari byggingar en þrátt fyrir það séu flest byggingarfélög, leigufélög og félög á vegum stéttarfélaga að hunsa notkun nýrra hagkvæmra lausna og halda sig í gamla farinu með uppsteypt hús.

„Byggingartíminn með krosslímdu timbri frá Storaenso er mun styttri og ég get nefnt sem dæmi sex smáíbúðir sem byggðar voru árið 2018 í raðhúsi en þar var hafist handa í byrjun janúar og það var öllu lokið með innréttingum og gólfefnum í lok mars. Svipaða sögu má segja um hótel að Hólabrekku en þar var hafist handa í byrjun janúar við að reisa 550 fermetra hótelbyggingu og fyrstu gestirnir voru fluttir inn í byrjun maí,“ segir Ragnar og bætir við að það sé margt annað sem mæli með notkun á krosslímdum timbureiningum annað en stuttur byggingartími.

„Timbureiningar eru mjög einfaldar í samsetningu og það er því ekki þörf á sérverkfærum eða stórum krana sem mengar umhverfið. Svo má ekki gleyma hversu orkusparandi það er því timbrið er einangrun í sjálfu sér og sparar notkun á einangrunarefnum sem krefjast mikillar orku til framleiðslu eða mengandi efna.“

„Veikindi starfsmanna sem vinna við timburbyggingar eru 50% minni en …
„Veikindi starfsmanna sem vinna við timburbyggingar eru 50% minni en hjá þeim sem starfa við aðrar gerðir bygginga,“ segir Ragnar Jóhannsson framkvæmdastjóri Idex hf. Ljósmynd/Aðsend

Náttúruleg efni sem skaða ekki umhverfið

Þá segir Ragnar að annar stór kostur við krosslímt timbur sé hversu umhverfisvænn byggingarmáti það sé. Til að mynda séu engin mengandi efni notuð í framleiðslu eininganna og þetta séu allt náttúruleg efni sem skaða ekki umhverfið.

„Besta leiðin til að binda kolefni er að rækta skóg og kolefnið er bundið í viðnum um aldur  og ævi. Í dag losar byggingariðnaðurinn um 40% af CO2 í heiminum. Viður, sem koltvísýrings hlutlaust byggingarefni, er því eina leiðin að sjálfbærri framtíð. Þá sýna sænskar rannsóknir að timburbyggingar eru 16% ódýrari en steyptar byggingar og að sama skapi eru þær um 20% fljótlegri í byggingu vegna þess hversu léttar þær eru. Byggingar úr timbri, sérstaklega háar byggingar, geta verið fjórum til fimm sinnum léttari en hefðbundnar og þar af er kostnaðurinn mun minni, mengun er minni, minni koltvísýringur, minni orka við flutning sem og minni kostnaður við sökkla,“ segir Ragnar og bætir við að timbrið sé sömuleiðis mun betra fyrir starfsfólkið en annað byggingarefni.

„Veikindi starfsmanna sem vinna við timburbyggingar eru 50% minni en hjá þeim sem starfa við aðrar gerðir bygginga. Og þá má ekki gleyma fólkinu sem býr í húsunum en almennt skynjar fólk við sem hlýjan og notalegan ásamt því að hann er framlag til góðs inniloftslags þegar hann er sýnilegur og leyft að anda.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert