Megináhersla vinnustaða er að stjórnendur sem þar starfa hafi rými til að nýta tímann fyrir mannlega þáttinn þar sem stjórnendur og mannauðsfólk mæta starfsfólki á þeim stað þar sem það er. Undirstaða þess verkefnis er að vera með góðar lausnir til að vinna með sér í mannauðsmálum. Lausnir sem styðja alla hagsmunaaðila, frá launa- og mannauðssérfræðingum til stjórnenda. Þaðan skilar virðið sér til starfsmanna með réttum launum og upplýsingum um launakjör og réttindi. Góðar mannauðslausnir skapa þannig meiri tíma fyrir mannlega þáttinn.
Fyrir launasérfræðinga sem sjá um útreikning og umsýslu launa þarf lausnin að bjóða upp á öfluga vinnslu til að létta vinnu þeirra, góða afstemmingarmöguleika og einnig rafræn skil á upplýsingum til banka, skuldareiganda og RSK. Lausnin þarf líka að styðja við öruggt flæði upplýsinga í aðrar lausnir.
Í faglegri mannauðsstjórnun er nauðsynlegt að nýta lausnirnar sem best og að lausnirnar bjóði upp á þann sveigjanleika sem styður við aðstæður hvers og eins vinnustaðar. Þannig skila skráningar á upplýsingum starfsfólks sér í betri og réttari upplýsingum til starfsfólks og stjórnenda og inn í aðrar lausnir.
H3 er lausn fyrir launa- og mannauðssérfræðinga og er sérsniðin að íslenskri vinnumarkaðslöggjöf. Virkni H3-lausnarinnar miðar að því að auðvelda launavinnslu, spara tíma og auka yfirsýn yfir launakostnað og starfsmannaupplýsingar.
Flóra mannauðslausn er með tengingu við H3 sem gefur starfsfólki og stjórnendum aðgang að upplýsingum sínum. Flóra er á íslensku og ensku og er aðgengileg notendum á öllum snjalltækjum, þar sem hún er veflausn.
Flóra birtir starfsfólki upplýsingar eins og orlof, starfsaldur, réttindi og launaseðla. Í Flóru er skipurit þar sem er hægt að leita eftir nafni til að sjá tengiliðaupplýsingar.
Í Flóru getur starfsfólk einnig sótt um styrki eins og heilsustyrk, samgöngustyrk og símastyrk. Með auknu aðgengi að eigin upplýsingum getur starfsfólk fylgst með launa- og starfsupplýsingum sínum.
Flóra gefur stjórnendum aðgang að mikilvægum launa- og mannauðsupplýsingum starfsfólks. Stjórnendur sjá þar upplýsingar um laun, orlof, réttindi og veikindi starfsfólks.
Stjórnendur hafa aðgang að Launagátt, sem heldur utan um ferli launabreytinga á þann veg að stjórnandi fær aðgang að upplýsingum um laun starfsmanns og skráningu í jafnlaunakerfi úr H3 launa- og mannauðslausninni. Í Launagátt geta stjórnendur skoðað núverandi starfaflokka og dreifingu launa í sinni deild, kynjahlutfall og stöðu gagnvart launaviðmiðum.
Tilfærsla í starfi og breytingar á starfshlutfalli verða á næstu mánuðum einnig aðgengilegar stjórnendum í Flóru veflausn.
Það er mikils virði fyrir stjórnendur að geta verið sjálfstæðir í breytingum hjá starfsfólki sínu og miðlað þeim upplýsingum á sjálfvirkan máta til mannauðsdeildar.
Þegar stjórnandi hefur klárað launabreytingaferlið í Launagátt Flóru fara þær upplýsingar til launafulltrúa og mannauðsfólks, sem tekur þær breytingar inn í launakerfið. Viðauki vistast í skjalaskáp ásamt því að möguleiki er á tengingu við rafræna undirritun.
Markmið lausnarinnar er að hjálpa mannauðsfólki að styðja við stjórnendur sína og því er næsta virkni sem verður gefin út í Flóru samþykktarferli launa fyrir stjórnendur. Með vefaðgangi geta stjórnendur samþykkt laun til útborgunar hvar og hvenær sem er.
Með því að veita starfsfólki og stjórnendum aðgang að upplýsingum sínum í Flóru gefst mannauðsfólki rými í önnur verkefni en að svara fyrirspurnum um upplýsingar sem fólk getur sótt sér sjálft.
Allt þetta skapar meiri tíma.
Höfundur greinar er Berglind Lovísa Sveinsdóttir, vörustjóri hjá Sérlausnum Advania.