Ostóber – Tími til að njóta osta

Bjarki Long, Harpa Hrönn Gunnarsdóttir og Guðlaugur Þór Þorsteinsson með …
Bjarki Long, Harpa Hrönn Gunnarsdóttir og Guðlaugur Þór Þorsteinsson með ostakynningu hjá Ambrosial Kitchen. mbl.is/Karítas

Sjötta árið í röð heldur Mjólkursamsalan októbermánuð hátíðlegan undir yfirskriftinni Ostóber – tími til að njóta osta þar sem gæðum og fjölbreytileika íslenskra osta er fagnað og landsmenn eru hvattir til borða sína uppáhaldsosta, smakka nýja og prófa sig áfram með ostana í matargerð. 

Það er óhætt að segja að Ostóber hafi fest sig í sessi enda fullkominn tími til hafa það huggulegt heima og njóta osta með fjölskyldu og vinum. „Ostóber hefur stækkað ár frá ári og leggjum við mikla áherslu á að bjóða ostaunnendum landsins eitthvað nýtt og spennandi í hvert sinn og árið í ár er engin undantekning,“ segir Gréta Björg Jakobsdóttir, markaðs- og vöruflokkastjóri MS.

Í Ostóber kynnir MS ostaköku með karamellukurli þar sem nýr …
Í Ostóber kynnir MS ostaköku með karamellukurli þar sem nýr og bragðmikill kexbotn mætir silkimjúkri og ómótstæðilegri ostakökufyllingu. Ljósmynd/Aðsend

Spennandi ostanýjungar

Í Ostóber kynnir MS til leiks fjölbreyttar nýjungar þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi enda nýjungarnar eins ólíkar og þær eru margar. Fyrst ber að nefna ostaköku með karamellukurli þar sem nýr og bragðmikill kexbotn mætir silkimjúkri og ómótstæðilegri ostakökufyllingu. Ostakakan smellpassar í saumaklúbbinn, matarboðið eða sem tækifærisgjöf og hentar vel þegar fólk vill einfaldan og bragðgóðan eftirrétt en nennir ómögulega að standa í stórræðum í eldhúsinu.

Rjómaostur með tómötum og basilíku er önnur nýjung en hann er bæði mjúkur og bragðgóður og smellpassar á pizzur og í pastarétti, á brauð og kex eða sem ídýfa með niðurskornu grænmeti og nachos flögum. Allt er þegar þrennt er og þriðja nýjungin er osturinn Marmari sem er tvílitur og töfrandi cheddar ostur sem setur skemmtilegan svip á ostafjölskylduna. Marmari er þéttur í sér, kornóttur, eilítið þurr í munni en mildur á bragðið með vott af beikon- og kryddjurtabragði. 

Gréta Björg Jakobsdóttir, markaðs- og vöruflokkastjóri MS.
Gréta Björg Jakobsdóttir, markaðs- og vöruflokkastjóri MS. mbl.is/Karítas

„Til viðbótar við þessar þrjár nýjungar var ákveðið að setja aftur á markað þrjá Ostóber osta sem landsmenn fengu að kynnast á síðasta ári og því munu eflaust margir gleðjast yfir því að Dala Auður með chili, Hektor með jalapeno og Stout gráðaostur eru allir á leið í verslanir í október,“ segir Gréta.

MS býður upp á sérstakar ostakynningar í fjölda verslana á …
MS býður upp á sérstakar ostakynningar í fjölda verslana á höfuðborgarsvæðinu í Ostóber. Ljósmynd/Aðsend

Ostasmakk vekur víða lukku

MS býður upp á sérstakar ostakynningar í fjölda verslana á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri í Ostóber þar sem gestir og gangandi geta gætt sér á bragðgóðum ostum og fengið aðstoð við að velja hvað er best að para með ólíkum ostum þegar setja á saman ostabakka.

„Þá hefur færst í aukana að fyrirtæki vilji bjóða starfsfólki sínu upp á ostasmakk og fróðleiksmola um íslenska osta og nú er svo komið að mánuðurinn er fullbókaður í fyrirtækjaheimsóknir og vildum við svo gjarnan geta heimsótt mun fleiri enda er Ostóber einn af hápunktum ársins hjá sölufólkinu okkar,“ segir Gréta.

Fjöldi veitingastaða hefur enn fremur bæst í hópinn og nota margir hverjir tækifærið og bjóða upp á sérstaka ostarétti á matseðlum sínum sem vekja jafnan mikla lukku hjá viðskiptavinum.

Á vefsíðunni gottimatinn.is er að finna stórt og mikið safn …
Á vefsíðunni gottimatinn.is er að finna stórt og mikið safn uppskrifta þar sem íslenskir ostar koma við sögu. Ljósmynd/Aðsend

Gott í matinn – uppskriftir og lukkuleikur

Á vefsíðunni gottimatinn.is er að finna stórt og mikið safn uppskrifta þar sem íslenskir ostar koma við sögu. Hvort sem það eru tillögur að ómótstæðilegum ostabökkum, ljúffengum fjölskylduréttum eða ýmiss konar bakstri þá er nokkuð víst að þar munu matgæðingar finna eitthvað við sitt hæfi sem og slumparar og hamfarakokkar.

„Við ætlum líka að bregða á leik í Ostóber og efna til lukkuleiks þar sem skráðir meðlimir í netklúbbi Gott í matinn geta átt von á veglegum vinningum í mánuðinum en einn heppinn félagi hlýtur pizzaofn og ostakörfu og fimm til viðbótar ostakörfur,“ segir Gréta. „Það er leikur einn að skrá sig í netklúbbinn á gottimatinn.is og því fylgja engar kvaðir eða kostnaður,“ bætir Gréta við.

Harpa Hrönn Gunnarsdóttir sölufulltrúi MS.
Harpa Hrönn Gunnarsdóttir sölufulltrúi MS. mbl.is/Karítas

Ostakarfa er gómsæt gjöf sem gleður

Ostóber markar enn fremur upphafið á jólavertíðinni en ostakörfur eru gómsætar gjafir sem henta einstaklega vel þegar gleðja á starfsmenn, viðskiptavini, fjölskyldu og vini í aðdraganda jólanna. Harpa Hrönn Gunnarsdóttir, sölufulltrúi hjá MS, hefur yfirumsjón með ostakörfugerðinni og á milli þess sem hún kynnir nýja osta í Ostóber er hún farin að huga að jólunum.

„Það er alltaf gaman að fá nýjan ostakörfubækling í hendurnar og setja ostakörfuverslunina okkar í loftið en það þýðir einfaldlega að við getum byrjað að telja niður dagana til jóla,“ segir Harpa. „Við bjóðum nú sem fyrr upp á fjölbreytt úrval ostakarfa til fyrirtækja og einstaklinga en gjafakarfa með íslenskum ostum og sérvöldu meðlæti er gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna og hægt er að skoða allt úrvalið okkar á ms.is.“

Þá hefur færst í aukana að fyrirtæki og einstaklingar vilji bæta við annarri matvöru, víni eða gjafavöru í körfurnar og tekur Harpa það sérstaklega fram að það sé meira en sjálfsagt að verða við slíkum óskum og slík viðbótarþjónusta sé viðskiptavinum að kostnaðarlausu. „Það er tilvalið að huga tímanlega að jólagjöfum starfsmanna því jólin verða komin áður en við vitum af og þá eru sölufulltrúar MS ætíð tilbúnir til að svara fyrirspurnum í síma 450-1111 eða á netfanginu ostakorfur@ms.is,“ segir Harpa.

MS býður upp á fjölbreytt úrval ostakarfa til fyrirtækja og …
MS býður upp á fjölbreytt úrval ostakarfa til fyrirtækja og einstaklinga en gjafakarfa með íslenskum ostum og sérvöldu meðlæti er gómsæt gjöf sem gleður í aðdraganda jólanna. Ljósmynd/Aðsend

Ferskur Mozzarella hástökkvari ársins

Þegar Gréta var spurð hvaða ostar væru vinsælustu ostar ársins var hún fljót að svara. „Gamli góði Samlokuosturinn er án efa sá ostur sem við seljum mest af enda ljúffengur og bragðmildur hversdagsostur sem hentar allri fjölskyldunni og heit samloka með skinku og osti örugglega einn vinsælasti réttur íslensku þjóðarinnar,“ segir Gréta með bros á vör.

„Þá hefur Kotasælan notið sífellt meiri vinsælda á undanförnum árum enda eru notkunarmöguleikar hennar nánast óþrjótandi og í raun ótrúlegt hvað fólki dettur í hug að nota hana í, allt frá hefðbundinni notkun ofan á brauð og í matargerð, yfir í bakstur og ísgerð svo dæmi séu tekin.“

En hástökkvari ársins að sögn Grétu er án efa ferskur rjómakenndur Mozzarella ostur sem íslenska þjóðin hefur tekið fagnandi á undanförnum misserum. „Mozzarella er tilvalinn í fjölbreytta matargerð, ljúffengur með salati eða borinn fram sem smáréttur með basilíku og tómötum, hann er frábær á pizzur, í pasta og ofnrétti og svona mætti lengi telja,“ segir Gréta. „Úrvalið er sífellt að aukast og nýjasta viðbótin í vörulínunni er Burrata með dýrindis rjómafyllingu sem hefur verið einn vinsælasti ostur á veitingahúsum landsins síðustu ár og nú geta matgæðingar landsins nálgast ostinn í næstu verslun.“

Mjólkursamsalan hvetur landsmenn til að fagna fjölbreytileika og gæðum íslenskrar ostagerðar með því að taka þátt í Ostóber því nú er svo sannarlega rétti tíminn til að njóta osta.

Mozzarella - færir ítalska stemningu alla leið heim

Mozzarella er tilvalinn í fjölbreytta matargerð, ljúffengur með salati eða …
Mozzarella er tilvalinn í fjölbreytta matargerð, ljúffengur með salati eða borinn fram sem smáréttur með basilíku og tómötum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert