Himnaríki fyrir herramenn

Beau Van Gils er framleiðslustjóri sérsaums Herragarðs og kemur frá …
Beau Van Gils er framleiðslustjóri sérsaums Herragarðs og kemur frá Hollandi en þaðan hefur Herragarðurinn keypt sérsaumsslínu frá árinu 2014.
Herragarðurinn hefur verið í fararbroddi í herrafatnaði hér landi síðan árið 1973 þegar verslunin var stofnuð. Verslunin hefur ekki síst verið vinsæl hjá þeim sem kjósa einstök gæði í fatnaði, hvort sem það eru þekkt erlend merki eða sérsaumaðar flíkur. Alvaro Calvi yfirklæðskeri Herragarðsins talar um að síðustu ár hafa verslanir Herragarðsins í Kringlunni og Smáralind opnað sérdeildir með merkjum eins og Polo Ralph Lauren, Les Deux og Oscar Jacobsson. „Sérsaumur er líka alltaf að verða vinsælli hjá okkur enda er fátt sem jafnast á við að vera í flík sem er sérsniðin á þig,“ segir Alvaro.  
 
„Við opnuðum séraðstöðu fyrir sérsaum í Kringlunni þar sem viðskiptavinir geta fengið næði til að velja sér sérsaumaðar flíkur að þeirra ósk. Við fáum reglulega erlenda gesti frá framleiðendum til aðstoðar og eru þá haldnir sérsaumsdagar í Herragarðinum.“ 
Alvaro Calvi yfirklæðskeri Herragarðsins talar um að sérsaumur gefi möguleikann …
Alvaro Calvi yfirklæðskeri Herragarðsins talar um að sérsaumur gefi möguleikann á að velja sér það sem passar vel sem og það sem manni langar í.

Endalausir möguleikar 

Þann 2. og 3. október komu Michael Rönna frá Stenströms skyrtufyrirtækinu og Beau Van Gils, framleiðslustjóri sérsaums Herragarðs , til landsins og af því tilefni var blásið til veislu í verslun fyrirtækisins í Kringlunni. Alvaro talar um að Herragarðurinn hafi haldið þessa daga reglulega síðan árið 2010 og það sé því komin hefð fyrir því að viðskiptavinir Herragarðsins hitti starfsfólk og fagaðila til að velja sér eitthvað fallegt í fataskápinn.  
 

„Stenströms er sænskt merki sem var stofnað árið 1899. Mér reiknast til að þetta sé í 28. skiptið sem Michael Rönna frá Stenströms hefur komið til Íslands og aðstoðað viðskiptavini Herragarðsins við val á draumaskyrtunni. Þar er um að ræða máltaka og val á efni, hnöppum og krögum sem hentar hverjum og einum.  
 
Þá er Beau Van Gils framleiðslustjóri frá Hollandi en þaðan höfum við keypt sérssaumalínu Herragarðsins frá árinu 2014. Þar eru möguleikarnir endalausir og ekki bundnir kröfum tískuframleiðandans. Það eru hundruðir af efnum frá helstu vefurum í boði, í raun allt sem hugurinn girnist hvort sem það eru jakkaföt, frakkar, stakir jakkar, smókingar eða hvað sem er. Allt fyrir hinn vinnandi mann, fyrir sérstök tilefni eða fyrir þá sem eiga einfaldlega erfitt með að finna það sem þeim finnst passa rétt eða langar í.“ 
Michael Rönna er frá Stenströms skyrtumerkinu, sænskt merki sem stofnað …
Michael Rönna er frá Stenströms skyrtumerkinu, sænskt merki sem stofnað var árið 1899 en Michael hefur lengi aðstoðað viðskiptavini Herragarðsins við val á draumaskyrtunni.

Næði til að velja draumaflíkina 

Alvoro byrjaði sinn feril í verslun Sævars Karls og hefur því verið í bransanum síðan árið 1994. Hann hefur sérhæft sig í máltöku á sérsaum og hefur til að mynda unnið fyrir Giorgio Armani. Hægt er að bóka tíma í máltöku hjá Alvaro alla daga ársins í séraðstöðunni í Kringlunni en þar getur viðskiptavinur fengið næði til að velja sér draumaflíkina. 
Aðspurður af hverju sérsaumur sé svona vinsæll segir Alvoro að sérsaumur gefi möguleikann á að velja sér það sem passar vel sem og það sem manni langar í. „Kröfur viðskiptavina aukast alltaf með hverju árinu og heldur okkur á tánum svo við veitum úrval sem hentar hverjum og einum. Sérsaum­ur­inn er frá­bær mögu­leiki til að eiga eitt­hvað sér­stakt. Svo er líka ótrúlega skemmti­legt að láta stjana við sig og fá ráðgjöf frá fag­mönn­um um hvað pass­ar.“ 
 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert