Eitthvað fyrir alla í skemmtiferðasiglingum

Skemmtiferðasiglingar verða sífellt vinsælli en kosturinn við þær er að …
Skemmtiferðasiglingar verða sífellt vinsælli en kosturinn við þær er að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem er að slaka á í skipinu eða skoða nýja menningarheima. Ljósmynd/Aðsend

„Svona ferðamáti er tilvalinn til að kanna ókunna staði. Við förum á marga framandi staði í siglingum og þá er gott að sjá hvort manni langi að koma þangað aftur eða ekki. Þetta er í raun eins og að vera á fimm stjörnu hóteli sem fylgir þér allan tímann. Þú ferð að sofa að kvöldi og vaknar síðan í nýrri höfn, nýju landi eða jafnvel í nýrri heimsálfu,“ seg­ir Skúli Unn­ar Sveins­son, ferðaráðgafi og far­ar­stjóri hjá Súla Tra­vel sem er umboðsaðili fyr­ir Norweg­i­an Cruise Line á Íslandi.

„Sigl­ing­ar verða ávana­bind­andi og við sjá­um oft sama fólkið koma aft­ur og aft­ur, jafn­vel í ná­kvæm­lega sömu ferðirn­ar. Þegar það er til­fellið þá fer fólk kannski minna í land eða slepp­ir að minnsta kosti skoðun­ar­ferðunum, rölt­ir kannski bara um svæðið og nýt­ur frek­ar ver­unn­ar í skip­inu sjálfu. Það er mjög þægi­legt líf.“

„Þjónustustig er mjög hátt um borð í skipunum og allir …
„Þjónustustig er mjög hátt um borð í skipunum og allir áhafnarmeðlimir boðnir og búnir til að gera allt fyrir þig og allir leggja sig í líma til að þér líði sem allra best,“ segir Skúli um siglingar hjá Norwegian Cruise Line. Ljósmynd/Aðsend

Hentar öllum aldurshópum

Skúli hefur lengi unnið sem fararstjóri hjá Súlu Travel og hefur farið samtals í 68 siglingar. Hann talar um að ein af breytingunum á þessum tíma sé að nú sé meira um að fólk á öllum aldri sæki í svona siglingar. „Í sumum siglingum er mikið um börn og unglinga, sérstaklega um jól, páska og þegar vetrarfrí er í skólum. Það er nóg um að vera fyrir alla aldurshópa um borð. Fóstrur sjá um börnin og svo er sérstakur táningastaður þar sem foreldrum er bannaður aðgangur. Á nýjustu skipunum er meira að segja vöggustofa fyrir þau allra yngstu,“ segir Skúli og bætir við að það sé ansi margt og mikið sem sé eftirminnilegt frá þessum 68 siglingum sem hann hefur farið í. Allir staðirnir sem hann hefur komið á og öll ævintýrin séu ofarlega í huga. Áfangastaðirnir séu allir fallegir, vissulega misskemmtilegir en áhugaverðir á sinn hátt.

„Það er því margt eftirminnilegt en fyrst skal þó telja almenn ánægja farþega með svona siglingar, því margir eru að prófa þetta í fyrsta sinn. Margir koma aftur og aftur með okkur og það hlýjar okkur óneitanlega um hjartaræturnar.“

Norwegian Cruise Line er með 20 skip sem sigla 365 …
Norwegian Cruise Line er með 20 skip sem sigla 365 daga á ári út um allan heim, til að mynda um Gríska eyjahafið, Miðjarðarhafið og frá Barcelona til Miami. Ljósmynd/Aðsend

Mjög hátt þjónustustig

Norweg­i­an Cruise Line er með 20 skip sem sigla 365 daga á ári út um all­an heim, til að mynda um Gríska eyja­hafið, Miðjarðar­hafið og frá Barcelona til Miami. Í ferðum Súla Travel er heildarverð ávalt auglýst en innifalið í því er borgarferð, skemmtisigling með fullu fæði í skip­inu, skemmti­dag­skrá, þjór­fé,  allir drykkir með smá undantekningum, 150 mín WiFi, 50 dollara inneign per klefa per höfn upp í skoðunarferð á vegum skipsins ásamt íslenskri far­ar­stjórn. Inn í verðinu er einnig flug, ferðir og gisting í landi. Greiða þarf sér­stak­lega fyr­ir skoðun­ar­ferðir á vegum Norwegian en menn geta notað inneignina sem er innifalin upp í skoðunarferðirnar. Þótt verðmiðinn virðist kannski hár sé það ekki raun­in þegar allt er talið sam­an, að sögn Skúla. 

„Þjónustustigið er mjög hátt um borð í skipunum, allir áhafnarmeðlimir er boðnir og búnir til að gera allt fyrir þig og allir leggja sig í líma til að þér líði sem allra best. Mikið af starfsfólkinu heilsar þér með nafni strax eftir einn dag sem er alveg magnað.“

Skúli Unnar Sveinsson hefur farið í 68 skemmtiferðarsiglingar og viðurkennir …
Skúli Unnar Sveinsson hefur farið í 68 skemmtiferðarsiglingar og viðurkennir fúslega að það geti orðið ávanabindandi enda einstakur ferðamáti. Ljósmynd/Aðsend

Full dagskrá eða afslöppun

Þegar í land kemur er í boði að fara í skoðunarferðir en Norweg­i­an Cruise Line er með átta til tuttugu skoðunarferðir í hverri höfn. Skúli talar um að skoðunarferðirnar geti verið mjög áhugaverðar.

„Ef fólk hefur ekki komið áður á staðinn þá mælum við oft með ferðunum. Svo erum við fararstjórarnir með göngutúra í hverri höfn sem allir eru velkomnir með í og það kostar ekki neitt,“ segir Skúli sem þreytist aldrei á þessum ferðum enda segir hann að hver ferð sé ný upplifun.

„Það er mis­jafnt eft­ir ferðum hvort verið sé á sigl­ingu all­an dag­inn eða komið í höfn flesta daga. Í ferð eins og í Miðjarðar­haf­inu þar sem er saga í hverri höfn þá er nóg að gera. Það er því al­veg full dag­skrá, fyrir þá sem það vilja. En það skemmtilega við siglingar er að það all­ir fundið eitt­hvað við sitt hæfi, hvort sem er að slaka á í skip­inu eða skoða nýja menn­ing­ar­heima.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert