Fjölskylduferð, rómantískur lúxus og allt þar á milli

Úrval Útsýn býður upp á ferð til Punta Cana þann …
Úrval Útsýn býður upp á ferð til Punta Cana þann 22. nóvember en þar er þægilegt hitastig allt árið um kring. Ljósmynd/Aðsend

„Það eru örfá sæti laus og eftir að hafa flogið beint frá Keflavík þá er lent í suðrænni sól og karabískri stemningu þar sem pálmatréin taka veifandi á móti þér. Það er dásamleg upplifun að njóta alls hins besta sem þessi himneska eyja hefur upp á að bjóða. Veðursæld, hvítar sandstrendur og turkísblátt hafið sem kyssir bláan himinn,“ segir Helga Thorberg fararstjóri hjá Úrval Útsýn sem stýrir einmitt ferð til Punta Cana í Karíbahafinu þann 22. nóvember til 1. desember næstkomandi. 

Helga Thorberg er fararstjóri hjá Úrval Útsýn og stýrir ferð …
Helga Thorberg er fararstjóri hjá Úrval Útsýn og stýrir ferð til Punta Cana í Karíbahafinu í lok nóvember. Ljósmynd/Aðsend

„Ef einhvers staðar er hægt að treyst á gott veður er það á Punta Cana þar sem hitastigið er þægilegt allt árið. Er eitthvað betra en að njóta bestu sólarstranda í heimi við tært Karíbahafið með exótískan drykk, ferska ávexti og grillaðan sverðfisk? Það er allt innifalið á öllum þeim hótelum sem við bjóðum upp á og við erum með fjölbreytt úrval af hótelum. Hægt er að velja góð fjölskylduhótel á afbragðs verði, rómantískan lúxus og allt þar á milli. Hótelin sem í boði eru leggja mikla áherslu á gæði og þjónustu enda flest í fjögurra og fimm stjörnu flokki. Þau eru öll inni í stórum afgirtum görðum þar sem hitabeltisgróðurinn fær að njóta sín. Þá leggja hótelin mikla áherslu á heilsutengda þjónustu og alls konar dekur er í boði.“

Verona er einstaklega fögur um jólin og borgin er þekkt …
Verona er einstaklega fögur um jólin og borgin er þekkt fyrir jólamarkaðinn sinn. Ljósmynd/Aðsend

Jólalegur jólamarkaður í Verona

Það er ekki á hverjum degi sem íslenskir ferðalangar geta skotist í beinu flugi, í helgarferð, til ítölsku borgarinnar Verona en Úrval Útsýn býður einmitt upp á það. Verona er borg lista og rómantíkur þar sem hægt er að eyða nokkrum dögum án þess að láta sér leiðast. Verona er einstaklega fögur fyrir jólin, jólatré skreyta bæinn og borgin er þekkt fyrir jólamarkaðinn sem hægt er að sækja frá miðjum nóvember og út desember.

Jafnvel stærsti Skröggur verður fylltur jólaanda þegar ráfað er um viðarbásana, staflaða hátt af handverksvörum af öllum gerðum og lítið mál að finna eitthvað til að gleðja sig á markaðnum, með vörum allt frá hefðbundnum jólagjöfum, handgerðum minjagripum, handgerðum sápum og líkjörum til lúxussúkkulaði, bretzels og bratwurst. Ekki má gleyma gríðarlegu úrvali af sælgæti, ásamt pylsusamlokum og rjúkandi heitri peará, rjómalagaðri sósu sem borið er fram með svínapylsu og heitu brauði. Og til að skola öllu niður er það krús af glögg, þekkt sem vin brulè á Ítalíu.

Það er skemmtilegt ævintýri að skella sér í skíðaferð en …
Það er skemmtilegt ævintýri að skella sér í skíðaferð en skíðasvæði Úrvals Útsýnar eru Madonna di Campiglio og Pinzolo á Ítalíu en þessi svæði þykja með þeim betri í Evrópu. Ljósmynd/Aðsend

Bestu fríin eru skíðafrí

Þá er það óneitanlega góð skemmtun og skemmtilegt ævintýri að skella sér í skíðaferð. Skíðasvæði Úrvals Útsýnar eru Madonna di Campiglio og Pinzolo á Ítalíu en þessi svæði þykja með þeim bestu í Evrópu. Skíðafrí snýst ekki bara um það að renna sér á skíðum því það er líka ómetanlegt að gista á góðu hóteli, borða góðan mat, fara á Apré-skii og njóta lífsins með vinum og fjölskyldu. Þeir sem þekkja til segja gjarnan að skíðafrí séu bestu fríin en frekari upplýsingar um skíðaferðir má finna hér. 

Helgi Geirharðsson og Kristín Helga Gunnarsdóttir eru fararstjórar í skíðaferðum …
Helgi Geirharðsson og Kristín Helga Gunnarsdóttir eru fararstjórar í skíðaferðum Úrvals Útsýnar. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert