Tilboð á Svörtum dögum hjá Rúmföt.is

Verslunin Rúmföt.is selur hágæða rúmföt, sængur, kodda og margt fleira. …
Verslunin Rúmföt.is selur hágæða rúmföt, sængur, kodda og margt fleira. Verslunin er staðsett á Nýbýlavegi 28 í Kópavogi og símanúmerið er 565 1025. Ljósmynd/Aðsend

„Hjá okkur eru það gæðin á vörunni sem skipta öllu máli ásamt frábærri þjónustu enda er Rúmföt.is eina búðin á Íslandi sem sérhæfir sig í hágæða rúmfötum, 100% dúnsængum og frábærri þjónustu,“ segir  Björn Þór Heiðdal, eigandi Rúmföt.is en rúmfötin sem seld eru í versluninni koma frá Ítalíu, Portúgal og Kína og eins eru vörur í versluninni frá Þýskalandi og Litháen. Jólavörurnar streyma inn til verslunarinnar um þessar mundir að sögn Björns og hann talar um að nýju rúmfötin sé enn flottari en þau sem verslunin hefur boðið upp á áður.

„Hjá okkur eru það gæðin á vörunni sem skipta öllu …
„Hjá okkur eru það gæðin á vörunni sem skipta öllu máli ásamt frábærri þjónustu enda er Rúmföt.is eina búðin á Íslandi sem sérhæfir sig í hágæða rúmfötum, 100% dúnsængum og frábærri þjónustu,“ segir Björn Þór Heiðdal, eigandi Rúmföt.is. Ljósmynd/Aðsend

„Litirnir og gæðin í til að mynda 1000 þráða rúmfötunum eru alveg einstök. Svo erum við með Black Forest dúnsængur frá þýska fyrirtækinu OBB sem eru með þeim bestu sem hægt er að kaupa. Við seljum aðeins sængur með 100% hágæða gæsadúni og fínasta ytra byrði sem völ er á. Það sem er nýtt hjá okkur þessi jól eru rúmföt og lök frá Portúgal en við kaupum vörurnar af tveimur verksmiðjum sem framleiða meiriháttar rúmföt, til dæmis úr langþráða egypskri bómull. Egypskur bómull getur verið sá besti sem völ er á og þessi sem við látum vefa úr er sérstaklega mjúkur og endingargóður. Áður en lengra er haldið vil ég minna á Black Friday tilboð hjá okkur sem verða í búðinni og á vefsíðunni fram á mánudag.“

Margrét Guðlaugsdóttir saumakona saumar rúmföt úr hágæða ítölsku damaski og …
Margrét Guðlaugsdóttir saumakona saumar rúmföt úr hágæða ítölsku damaski og er með 60 ára reynslu. Ljósmynd/Aðsend

Engu öðru líkt að sofa undir lúxus rúmfötum

Björn talar um að það séu margir sem hafi ekki upplifað að sofa undir alvöru lúxus rúmfötum úr langþráða egypskri bómull en það sé engu öðru líkt. „Sum rúmföt eru eins og sandpappír eða gaddavír samanborið við rúmfötin okkar. Ég held að margir hafi enga hugmynd um hvernig alvöru lúxus rúmföt eiga að vera og halda að rúmfötin sem keypt voru séu mjög góð af því að þau kostuðu einhvern pening. Ég undrast oft á því að fólk sem kaupir sér rándýr rúm en kaupir svo rúmföt úr sömu verslun, sem eru kannski alls ekki góð þótt þau séu dýr. Það er smá eins og að kaupa dýrasta brúðkaupskjólinn en halda síðan brúðkaupið í sjoppunni á horninu,“ segir Björn og hlær.

Rúmföt.is eru líka með lök sem hafa verið mjög vinsæl …
Rúmföt.is eru líka með lök sem hafa verið mjög vinsæl og Björn segir að til séu lök fyrir flestar stærðir af rúmum. Ljósmynd/Aðsend

„Við erum til að mynda með meiriháttar kodda en vinsælustu koddarnir okkar eru svokallaðir þriggja laga koddar sem koma í þremur þykktum; 550 gramma, 680 gramma og 800 gramma. Og að sjálfsögu er ytra byrðið það fínasta sem í boði er enda þarf bara að koma við koddana okkar til að finna muninn á þeim og öðrum koddum. Ég læt framleiða koddana í Kína hjá verksmiðju sem getur gert hluti sem ég hef ekki fundið hjá öðrum. Við erum líka með mjög fína Black Forest kodda sem breikka vöruúrvalið hjá okkur.“

Björn Þór Heiðdal, eigandi Rúmföt.is, segir það engu öðru líkt …
Björn Þór Heiðdal, eigandi Rúmföt.is, segir það engu öðru líkt að sofa undir alvöru lúxus rúmfötum úr langþráða egypskri bómull. Ljósmynd/Aðsend

Lök í öllum stærðum og gerðum

Rúmföt.is eru líka með lök sem hafa verið mjög vinsæl og Björn segir að til séu lök fyrir flestar stærðir af rúmum. „Frá 80x200 upp í 200x210 og allt þar á milli. Samt koma alltaf viðskiptvinir til okkar sem biðja um stærðir sem mér hefur ekki dottið í hug að panta inn. En þá verða þær bara til næst því við viljum eiga hágæða bómullarsatínlök fyrir öll rúm. Lökin sem við látum sauma fyrir okkur koma í fimm litum. Við höfum stundum verið með skærari liti en núna leggjum við áherslu á gráa tóna og drappaða liti ásamt hvítu. Það eru svona vinsælustu litirnir okkar,“ segir Björn og bætir við að Rúmföt.is selji líka ódýr gæðahandklæði.

Jólavörurnar streyma inn til verslunarinnar Rúmföt.is um þessar mundir og …
Jólavörurnar streyma inn til verslunarinnar Rúmföt.is um þessar mundir og eigandinn talar um að nýju rúmfötin sé enn flottari en þau sem verslunin hefur boðið upp á áður. Þar er til dæmis hægt að fá grá silkirúmföt. Ljósmynd/Aðsend

„Reyndar er það meira áhugamál því við þurftum að kaupa heilan 40 feta gám til að fá góð verð og þess vegna hef ég bara selt þau á sama eða lægra verði en handklæðin sem fást í Cosco, Jysk eða Ikea. Fólk trúir því varla hvað þau kosta lítið. En þegar maður hefur takmarkað geymslupláss verður maður bara að moka þeim út með öllum ráðum og gott verð hjálpar til,“ segir Björn hlæjandi.

Vinsælustu koddarnir hjá Rúmföt.is eru þriggja laga koddar sem eru …
Vinsælustu koddarnir hjá Rúmföt.is eru þriggja laga koddar sem eru til í þremur þykktum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert