Hágæða vörur fyrir heimili og hótel

Hótelrekstur og heimili er fyrirtæki að Hátúni í Reykjavík sem …
Hótelrekstur og heimili er fyrirtæki að Hátúni í Reykjavík sem selur hágæða og umhverfisvænar vörur fyrir einstaklinga jafnt sem fyrirtæki. Ljósmynd/Aðsend

Hótelrekstur og heimili er fyrirtæki með hágæða og umhverfisvænar vörur fyrir einstaklinga jafnt sem fyrirtæki og Ragnheiður Sigurðardóttir eigandi talar um að hún hafi stofnað fyrirtækið árið 2014 því hana dreymdi um að stofna fyrirtæki með hágæða vörur.

Hjá Hótelrekstri og heimili má fá hágæða hördúka en sömuleiðis …
Hjá Hótelrekstri og heimili má fá hágæða hördúka en sömuleiðis má fá þar rúmteppi og koddaver úr hör. Ljósmynd/Aðsend

„Þar sem ég er alin upp í fjölskyldufyrirtækinu Efnalaugin Björg sem afi minn stofnaði fyrir 70 árum þá lá beinast við að byrja á þeim vörum sem ég þekki langmest til og það eru efni. Efni í sængurverasettum sem eru gjarnan silki, bambus og damask sem og efni í dúka á við hör og damask. Auk þess er ég líka með sloppa úr bómul og blöndu af bambus, handklæði úr bambus og bómull, rúmteppi úr hör sem og koddaver úr hör. Þetta og margt fleira má fá á vefsíðunni minni hotelrekstur.is,“ segir Ragnheiður og bætir við að áður en allar vörur hjá henni fara í sölu þá fer hún með öll efni í Efnalaugina Björg í Mjódd.

Ragnheiður Sigurðardóttir ásamt systur sinni Guðrúnu Erlu Sigurðardóttur en saman …
Ragnheiður Sigurðardóttir ásamt systur sinni Guðrúnu Erlu Sigurðardóttur en saman eru þær systur með umboð frá danska fyrirtækinu LeFeu sem selur eldstæði og pítsaofna. Ljósmynd/Aðsend

„Systir mín á efnalaugina núna og þar renni ég efninu í gegn. Eins vel ég þar tvinna og efni með sem henta og munu koma til með að endast vel. Sóun á ekki vel við mig.“

Pítsaofnar hafa verið mjög vinsælir undanfarið og hér má sjá …
Pítsaofnar hafa verið mjög vinsælir undanfarið og hér má sjá pítsaofna frá danska fyrirtækinu LeFeu sem má fá í versluninni Hótelrekstur og heimili. Ljósmynd/Aðsend

Hannar sína eigin silkilínu

Ragnheiður er svo sannarlega þúsundþjalasmiður því auk alls þessa hannar hún sína eigin línu í ilmkertum sem og sína eigin silkilínu, bambuslínu og línu úr hör. „Þar sem ég þekki vel efni og hef góðan aðgang að því að prufa efnin hvað þvott og hreinsun varðar þá ákvað ég að hanna mínar eigin línur. Ég er með hringlaga og venjulega hördúka, hörkoddaver og hör-rúmteppi.“

Einkar glæsilegt eldstæði sem fæst í versluninni Hótelrekstur og heimili …
Einkar glæsilegt eldstæði sem fæst í versluninni Hótelrekstur og heimili að Hátúni í Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

„Þá hanna ég mína eigin línu í silki sem eru 25 momme (mælieining fyrir silki) í A flokki, Mulberry silki OEKO-TEX® STANDARD 100 vottuð og eins mína eigin bambus línu sem framleidd er úr lífrænum bambus lyocell, OEKO-TEX® STANDARD, 100 vottuð framleiðsla án eitraðra efna. Bambus sængurverasettin og lökin hafa þá eiginleika að vera bakteríudrepandi, án allra ofnæmisvaldandi efna, anda vel, eru ofurmjúk og þar með falla vel að líkamanum og eru þau vinsælustu fyrir kósy svefnherbergið þitt,“ segir Ragnheiður og leggur áherslu á að svefn skipti öllu máli.

Það er ekki nóg að velja gott rúm því það …
Það er ekki nóg að velja gott rúm því það er nauðsynlegt að velja rúmföt sem anda. Ljósmynd/Aðsend

„Það að velja gott rúm er eitt en það er ekki nóg. Sængur, koddar og sér í lagi rúmföt sem anda og koma næst líkamanum skipta einnig miklu máli. Ef rúmfötin eru ekki góð, eru til dæmis með blöndu af polyester, þá á maður til að svitna og eins viljum við hafa rúmfötin þannig að þau séu mjúk viðkomu, unnin á sem mesta náttúrulegan máta og endast vel.“

Hótelrekstur og heimili þjónusta töluvert af hótelum enda gæðin og …
Hótelrekstur og heimili þjónusta töluvert af hótelum enda gæðin og endingin á vörunum það sem hótel leitast eftir. Ljósmynd/Aðsend

Eldstæði og pítsaofnar

Ragnheiður leggur áherslu á að það geti allir verslað í verslun sinni, Hótelrekstur og Heimili, sem og á heimasíðunni þótt fyrirtæki séu stærsti viðskiptavinurinn. „Ég sé um að þjónusta töluvert af hótelum enda gæðin og endingin það sem hótel eru einnig að leitast eftir svo sem líni, sloppum og handklæðum sem má þvo á 95°. Einnig er ég með inniskó, dúka, servíettur, tekatla, hárþurrkur, servíettubox, smávörur eins og sturtuhettur, tannbursta,  eyrnatappa, sápur og margt annað sem fer inn á hótelherbergi.“

„En svo er ég með ótalmargt sem hentar á heimili og til að mynda er ég með mikið af hringdúkum bæði úr hör og damask sem hafa slegið í gegn enda hafa hringborðin almennt slegið í gegn síðustu ár, meðal annars inn á heimilium, veislusölum, mötuneytum og hótelum. Hördúkarnir með hörservíettum rjúka út og hef ég ekki undan að panta. Svo fengum við systurnar nýlega umboð frá danska fyrirtækinu LeFeu sem selur eldstæði í ýmsum gerðum og pítsaofna sem eru alltaf jafn vinsælir en það má nálgast það í versluninni að Hátúni 6a í Reykjavík.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert